Innleiðing gæðastjórnunarkerfis - ISO 9001 03.12.12

Verkkaupar, bæði opinberir og á einka-markaði, krefjast þess nú í auknum mæli í útboðum að þeir sem komi að framkvæmdum, hvort sem um er að ræða verktaka, hönnuði eða aðra ráð-gjafa, leggi fram gögn til staðfestingar á gæða-stjórnunar-kerfi. Í mannvirkjalögum og í nýrri byggingarreglugerð er auk þess kveðið á um að innan fárra ára verði öllum fyrirtækjum sem koma að bygg-ingar--iðnaði skylt að hafa vottað gæðastjórnunarkerfi. Solveig Berg

Tryggir skilvirkni og gæði
Gæðastjórnun á arkitektastofu felur í sér að gera verkferla og stjórnun sýnilega og gera þannig starfsmönnum fyrirtækisins, sem vinna við hönnun og rekstur, kleift að skila jafngóðu verki í samræmi við það sem krafist er af verkkaupa. Auk þess verður rekstur verka skilvirkari. Þegar verk-kaupi ræður arkitektastofu með vott-að gæðastjórnunarkerfi fær hann um leið ákveðna tryggingu fyrir gæðum því vottað gæðastjórnunarkerfi er undir stöðugu eftir--liti viðurkenndrar vottunarstofu, sem framkvæmir viðhaldsvottanir á 6 mánaða fresti.

Hagræði af samvinnu
Örfáar arkitektastofur hafa vottað gæða-stjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001. Skýringin kann að vera sú að mikil vinna, tími og kostnaður fer í að innleiða slíkt kerfi og fá vottað. Arkitektastofur á Íslandi teljast flestar meðalstór eða lítil fyrirtæki með litla yfir-byggingu þar sem ekki er mannafli eða þekking til að taka svo stórt skref sem vottun felur í sér.

Þegar Yrki arkitektar tóku ákvörðun árið 2005 um að innleiða og fá vottað gæðakerfið komu fljótt upp hugmyndir um að fá ráðgjöf við verkið þar sem þessi hugmyndafræði var starfsmönnum nokkuð framandi. Leitað var til 7.is þar sem veitt er sérhæfð ráðgjöf á sviði gæðastjórnunar og ennfremur ákveðið að taka höndum saman við Arkitektastofuna Glámu Kím svo deila mætti kostnaði við ráðgjöfina. Með samvinnu lærðu stofurnar einnig hvor af annarri um þá vinnuferla sem þegar voru til staðar.

Kostnaður vegna vottaðs gæðastjórnunar-kerfis fyrir lítil og meðalstór arkitektafyrirtæki má ætla að geti numið 1,5 - 2,5 prósentum af veltu á ári, fyrstu árin eftir innleiðingu en fari síðan lækkandi. Skipta má slíkum kostnaði í þrjá þætti: kostnað við ráðgjöf, kostnað við vinnu starfsmanna arkitektastofunnar og gjöld til vottunarstofu fyrir vottun og viðhaldsvottun. Hagræði af vottuðu gæðastjórnunarkerfi er hins vegar mikið, sérstaklega þegar búið er að sníða af vankanta og ferlið verður eðlilegur hluti af starfseminni.

 

Sólveig Berg, arkítekt FAÍ / gæðastjóri Yrki arkítekta.

 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja