Rafræn afhending - Þýddir og séríslenskir staðlar 26.09.12

Staðlaráð hefur tekið upp nýja aðferð við rafræna afhendingu á þýddum og séríslenskum stöðlum. Hægt er að fá staðlana afhenta á rafrænu sniði fyrir einn notanda, tvo eða fleiri, en áður voru kaupin bundin við kaup á fimm notendaleyfum að lágmarki. Þeim sem kaupa þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá rafrænt eintak af sama staðli á rafrænu sniði.

PAPPÍR + RAFRÆNT
Viðskiptavini sem kaupir þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá sama skjal á rafrænu sniði fyrir 25% af listaverði, þ.e. rafrænt eintak fyrir einn notanda á móti hverju eintaki sem keypt er á pappír. - Skjalið er ekki heimilt að prenta út.

RAFRÆNT + 1x ÚTPRENTUN
Viðskiptavinur kaupir þýddan eða sér-íslenskan staðal, á rafrænu sniði fyrir einn eða fleiri notendur. Hver notandi getur prentað skjalið út sjálfur einu sinni. - Sama verð og á pappír.
ATH. Hægt er að setja varið skjal á innranet fyrirtækis. Notendur sem hafa fengið aðgang að skjalinu hjá Staðlaráði geta opnað það.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja