ISO 22000 - Reynsla Primex af stjórnkerfi fyrir matvælaöryggi 26.09.12

Primex er fyrirtæki í sjávarlíftækni, sérhæft í framleiðslu á mjög hreinu kítini ogKolbeinn Aðalsteinsson kítosani úr rækjuskel. Vörulínur Primex eru fjölbreyttar, svo sem fitubindandi og kólesteróllækkandi efni, hráefni í matvæla- og snyrtivörur sem og aðalefni í plástra og sárabindi og í sáragel fyrir dýr.

Vinna við kerfið skilar sér
Primex hefur verið með vottað kerfi samkvæmt ISO 22000 síðan í upphafi árs 2010. Byrjað var að vinna að kerfinu tveimur árum áður en vottun fékkst en allt seinna árið var gæðakerfið í fullri notkun. Má með sanni segja að þó að kerfið hafi kostað vinnu í upphafi þá sparar það vinnu og fjármagn bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk þegar upp er staðið.

Með vottuðu stjórnkerfi fyrir matvælaöryggi er HACCP kerfi fyrirtækisins samstillt við alla þætti fyrirtækisins. Í ISO 22000 kerfinu felast ótvíræðar kröfur um þátttöku allra stjórnenda í gæðakerfi fyrirtækisins. Samþættar eru kröfur ISO 9001 með það að markmiði að samræma kröfur til stjórnunar í öllu matvælaferlinu og tryggja þar með öryggi og stöðugleika í framleiðslunni.

Framleiðsla og staða á markaði
Reynsla Primex af ISO 22000 er sú að fyrirtækið gerir auknar kröfur til birgja og sjálfs sín. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur getað boðið upp á betri lokaafurð og á sama tíma hefur verið unnið kerfisbundið að því að minnka framleiðslukostnaðinn. Minni kostnaður hefur fylgt því að tryggja aukið og betra öryggi, þökk sé ISO 22000 stjórnkerfinu.

Skiptin úr óvottuðu stjórnkerfi yfir í vottað stjórnkerfi samkvæmt ISO 22000 gerðu alla markaðssetningu og samskipti við kaupendur auðveldari fyrir Primex. Við fyrstu kynni vita kaupendur að hverju þeir ganga. Primex vinnur með dreifingaraðilum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu og því nauðsynlegt að fyrirtækið vinni samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli sem aðilar á mismunandi mörkuðum skilja og geta gengið að sem vísum. 

Kostir ISO 22000 stjórnkerfis fyrir matvælaöryggi
ISO 22000 kerfið er að mörgu leyti svipað ISO 9001 en með önnur áhersluatriði, öryggi frekar en gæði. Ekki er alltaf hægt að aðgreina þessi tvö atriði og auðveldlega er hægt að leggja áherslu á þá meginþætti sem varða gæði framleiðslunnar án þess að innleiða til fulls gæðakerfi samkvæmt ISO 9001.

ISO 22000 kerfið er því kjörið fyrir þau fyrirtæki sem vilja temja sér verklag samkvæmt ISO 9001 með það að markmiði að tryggja öryggi og tryggja betur markaðsstöðu fyrirtækisins. Auk þess geta fyrirtæki sem eru bæði með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 og HACCP kerfi, með litlum tilkostnaði, sýnt fram á samþættingu þessa tveggja kerfa með því að koma sér upp vottuðu kerfi samkvæmt ISO 22000.

Kolbeinn Aðalsteinsson, gæðastjóri Primex.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja