Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs kemur út tvisvar á ári. Lögð er áhersla á að fá fólk úr atvinnulífinu til þess að skrifa í blaðið. Jafnframt að koma á framfæri upplýsingum og flytja fréttir af stöðlum og staðlastarfi innan lands og utan.

Hægt er að óska eftir áskrift að Staðlamálum hér >>

Fjölmiðlum er frjáls að nota efni úr Staðlamálum, en eru beðnir að geta heimilda. Þó þarf að óska leyfis hjá Staðlaráði til notkunar á myndefni. 

Þeim sem vilja koma efni í blaðið er bent á að hafa sambandi við Hjört Hjartarson, hjortur@stadlar.is. - Nálgast má útkomin fréttabréf á pdf-sniði hér >>

26.09.12

Rafræn afhending - Þýddir og séríslenskir staðlar

Staðlaráð hefur tekið upp nýja aðferð við rafræna afhendingu á þýddum og séríslenskum stöðlum. Hægt er að fá staðlana afhenta á rafrænu sniði fyrir einn notanda, tvo eða fleiri, en áður voru kaupin bundin við kaup á fimm notendaleyfum að lágmarki. Þeim sem kaupa þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá rafrænt eintak af sama staðli á rafrænu sniði.

PAPPÍR + RAFRÆNT
Viðskiptavini sem kaupir þýddan eða séríslenskan staðal á pappír býðst að fá sama skjal á rafrænu sniði fyrir 25% af listaverði, þ.e. rafrænt eintak fyrir einn notanda á móti hverju eintaki sem keypt er á pappír. - Skjalið er ekki heimilt að prenta út.

RAFRÆNT + 1x ÚTPRENTUN
Viðskiptavinur kaupir...

nánar >>

26.09.12

Nýtt verklag - Afgreiðsla evrópskra staðlafrumvarpa

Aðalfundur Staðlaráðs Íslands, sem fram fór 30. maí síðastliðinn, samþykkti að breyta verklagi við afgreiðslu evrópskra staðlafrumvarpa. Frá 1. september hefur Staðlaráð Íslands ákveðið sitja hjá við afgreiðslu evrópskra staðlafrumvarpa, nema fram komi óskir um annað.

Forsagan
Staðlaráð gerðist aðili að CEN og CENELEC árið 1988. Því fylgir réttur til að taka þátt í öllu staðlastarfi á vegum samtakanna og skylda til að staðfesta alla evrópska staðla (EN) sem íslenska staðla (ÍST EN).

Áður en staðall er samþykktur sem EN hefur frumvarp hans farið í gegnum umsagnarferli meðal allra aðildarlandanna, þar sem gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum við innihald frumvarpsins, og er þá jafnfra...

nánar >>

26.09.12

Umferðaröryggi - Alþjóðlegur staðall gegn umferðarslysum

Gert er ráð fyrir að alþjóðlegur staðall, sem ætlað er að sporna gegn umferðarslysum, komi út í desember á þessu ári á vegum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO.

Metnaðarfull markmið

Á vef Umferðarstofu segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér þau langtímamarkmið "að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum. Meðalfjöldi látinna í umferð síðustu 10 ár er um 6,6 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að í þeim löndum sem náð hafa hvað bestum árangri á sama tímabili létust um sex af hverjum 100.000 íbúum í umferðinni. Ísland er nálægt Finnum hvað þetta varðar, en þeir eru með svipaða dánartíðni og við og eru að mörgu leyti í svip...

nánar >>

15.11.11

Ný útgáfa ÍST 30 - Skýrari og auðveldari í notkun

Rögnvaldur GunnarssonUm þessar mundir er að koma út 6. útgáfa staðalsins ÍST 30 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkf-ramkvæmdir. Því er réttað gera lítillega grein fyrir meginbreytingum frá fyrri útgáfu. Hér verður þó ekki gerð tilraun til að útlista einstaka breytingar eða efnisgreinar, enda hefur það þegar verið gert með kynningu endur-skoðunarinnar í umsagnarferli.

Samskiptareglur kaupenda og seljenda

ÍST 30 er væntanlega sá íslenski staðall sem einna mest er notaður. Hann var fyrst gefinn út 1969 og hefur verið endurskoðaður fjórum sinnum síðan, þ.e. 1979, 1988, 1997 og 2003. ...

nánar >>

15.11.11

Ávinningur af rafrænum reikningum - Góður kostur

Georg BirgissonTS 135 Tækniforskrift fyrir einfaldan rafrænan reikning - NES umgjörð 4 var gefin út haustið 2009. Innleiðing á rafrænum reikningum byggð á tækni-forskriftinni hefur gengið vel. Af helstu aðilum sem taka við slíkum reikningum má nefna Fjársýslu ríkisins, Reykjavíkur-borg, fjölda sveitarfélaga, auk nokkurra fyrirtækja á almennum markaði. Fjöldi birgja þessara aðila er þegar farinn að senda þeim staðlaða reikninga og fjölgar hratt í þeim hópi.

Kostir rafrænna reikninga

Kostir rafrænna reikninga fyrir útgefendur og móttakendur eru þónokkrir. nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja