Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

31.12.17

Nýr framkvæmdastjóri Staðlaráðs

Helga Sigrun

Helga Sigrún Harðardótttir
verðandi framkvæmdastjóri
Staðlaráðs Íslands.

Tímamót verða hjá Staðlaráði Íslands um áramótin, þegar Guðrún Rögnvaldardóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og Helga Sigrún Harðardóttir tekur við.

Guðrún hefur verið framkvæmdastjóri Staðlaráðs í 20 ár, frá ársbyrjun 1998, en hefur starfað hjá Staðlaráði (áður staðladeild Iðntæknistofnunar) frá febrúar 1991, að undanskildu einu ári þegar hún starfaði hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN í...

nánar >>

13.12.16

ÍST 30 í enskri þýðingu

Séríslenski staðallinn ÍST 30, sem kom út árið 2012, var nýlega gefinn út í enskri þýðingu: ÍST 30:2012 General terms for tenders and contracts on construction work. Íslenskt heiti staðalsins er hins vegar ÍST 30:2012 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.

Með þessari þýðingu er brugðist við þörf útlendra fyrirtækja sem taka þátt í útboðum á íslenskum verkframkvæmdum.

Þýðingin er fáanleg í Staðlabúðinni >>

 

nánar >>

28.11.16

Nýtt námskeið - Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000

Áhættustjórnunarstaðallinn ISO 31000:2009 Risk Management - Principles and guidelines inniheldur safn skilgreininga, hugtaka, meginreglna og leiðbeininga fyrir skilvirka áhættustjórnun. Honum má beita fyrir allar tegundir áhættu og í öllum fyrirtækjum. Staðallinn gefur gott yfirlit um ramma og ferli áhættustjórnunar. Innleiðing hans er sniðin að hverju fyrirtæki og þörfum þess. Staðallinn er ekki kröfustaðall heldur hugsaður til að falla að stjórnunarkerfum fyrirtækis sem fyrir eru, eins og til dæmis gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001.

Nýtt námskeið Staðlaráðs hefst 8. desember: Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO ...

nánar >>

27.10.16

FUNDUR um samfélagsábyrgð 8. nóvember

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

STJÓRNVÍSI og FESTA, miðstöð um samfélagsábyrgð, standa sameiginlega að fundi um staðalinn ISO 26000 Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð. Fjallað verður um innleiðingu samfélagsábyrgðar í fyrirtækjum og hagnýtt gildi staðalsins.


Nánari upplýsingar um fundinn >>

 

nánar >>

14.10.16

Staðlar skapa traust - Alþjóðlegi staðladagurinn 2016

Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Að þessu sinni er dagurinn helgaður því að minna á það traust sem staðlar skapa.

Myndir þú kaupa vöru frá framleiðanda sem væri staddur hinu megin á hnettinum ef þú gætir ekki gengið útfrá því að varan uppfyllti lágmarkskröfur um öryggi og gæði? Það gæti hugsast að varan dytti í sundur á leiðinni eða reyndist hættuleg. Eða að hún passaði ekki við einhvern tiltekinn búnað sem þú átt fyrir.

Svarið er auðvitað nei. Þú myndir ekki kaupa vörur á þeim forsendum. Án alþjóðlegra staðla væri traust í viðskiptum með vörur og þjónustu á heimsvísu ekki til staðar. Alþjóðlegir staðlar skapa slíkt traust.

Hefð er fyrir því ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja