Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

27.11.18

GDPR - ISO/IEC 27001 og persónuverndarreglugerðin

 

Um fátt er meira talað innan upplýsingaöryggisgeirans þessa mánuðina en nýju persónuverndarlögin og persónuverndarreglugerðina. Oftast er vísað til þeirra saman sem GDPR.

Hentugt verkfæri
Í rúmt ár hef ég verið að vinna verkefni tengd GDPR, bæði á Íslandi og erlendis. Ekki eru allir klárir á því hvernig á að nálgast viðfangsefnið, enda er það á margan hátt flókið, amk. fyrir óvana. Hér ætla ég ekki að fjalla um flækjurnar heldur benda á hve staðallinn ÍST EN ISO/IEC 27001 er hentugt verkfæri í þessu sambandi. Á ég þá sérstaklega við stýringar sem er að finna í viðauka A staðalsi...

nánar >>

21.11.18

Reynslusaga: Ávinningur GG Verks af vottuðu gæðakerfi

Þegar ég kom inn í GG Verk árið 2014 byrjaði ég eins og margir nýir framkvæmdastjórar á að greina ytri og innri aðstæður. Mér var efst í huga að okkur tækist að skapa samkeppnisforskot á fremur einsleitum markaði og tryggja gæði og öryggi starfsmanna. Síðast en ekki síst vildi ég tryggja að starfsumhverfið væri þroskandi fyrir alla, að við lærðum fljótt af mistökum og fyndum jafnvel leiðir til að fyrirbyggja þau.

Sama ár stóð byggingargeirinn frammi fyrir því að þurfa að innleiða einhverskonar gæðakerfi sem stæðist kröfur Mannvirkjastofnunar. Þegar ég skoðaði samkeppnis-aðila, þá sá ég að aðeins eitt íslenskt byggingarfyrirtæki var með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 90...

nánar >>

19.11.18

Gæðastjórnunarkerfi fyrir menntastofnanir

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs íslands, skrifar aðsenda grein í nóvemberhefti Skólavörðunnar, tímarit Kennarasambands Íslands. Þar segir meðal annars:

ISO 21001:2018 skilgreinir hlutverk stjórnenda, auðveldar þeim að viðhalda áherslu á þörfum nemenda og greina áhættu og möguleika í skólastarfinu. Einnig gefur hann leiðbeiningar um það hvernig stefna er þróuð og mótuð og um áætlanagerð. Í honum eru sömuleiðis leiðbeiningar um samskipti við birgja og þjónustuveitendur utan stofnunar. Þá gera gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 21001:2018 ráð fyrir reglubundnu árangursmati og endurskoðun á ferlum í þeim tilgangi að leita stöðugt tækifæra ...

nánar >>

15.11.18

Kíló konungur settur af

Le grand K

Le grand K er með reglulegu millibili tekinn fram með viðhöfn, þveginn og strokinn með mjúkum geitaskinnsklút vættum í alkóhóli og tvíeimuðu vatni

Franska byltingin steypti kóngum og aðli en lyfti öðrum á stall. Metrakerfið er skilgetið afkvæmi byltingarinnar og var tekið upp á alþjóðavísu með undirritun samnings 17 þjóða í París árið 1875 (Convention du Métre). Þaðan er sprottið SI-kerfið, sem svo er kallað, hið alþjóðlega kerfi mælieininga. S...

nánar >>

14.10.18

Staðlar létta þér lífið - Alþjóðlegi staðladagurinn

Í dag, 14. október, er hinn alþjóðlegi staðladagur. Í ár er hann tileinkaður fjórðu iðnbyltingunni. Staðlar eru eins og "maðurinn á bak við tjöldin" sem passar upp á að allt virki, að kerfi tali saman, kemur í veg fyrir að mistök séu gerð, gætir öryggis og að allt smelli eins og flís við rass. Það er nefnilega engin tilviljun hvað margt af því sem við notum dags daglega virkar ótrúlega vel; snjallsímarnir, heimabankarnir, ökutæki og tölvukerfi. Það er heldur engin tilviljun að metrinn er alls staðar jafn langur og að prentarar eru framleiddir fyrir staðlaðar stærðir af pappír. Það er ekki ofmat að daglegt líf okkar væri mun dramatískara og erfiðara ef ekki væri fyrir staðla.

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja