Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

02.01.20

ÍST 146 Innihald almennra rafrænna skilríkja

Nýr staðall um innihald almennra rafrænna skilríkja á Íslandi byggir á eldri tækniforskrift TS 146 frá 2013, sem aftur byggir á tæknilýsingu frá 2007. Staðallinn tók gildi 30. desember 2019.

Einfaldari notkun og samræmi
Tilgangurinn með ÍST 146 er að samræma notkun rafrænna skilríkja á Íslandi og einfalda þjónustuaðilum að lesa rafrænt innihald almennra rafrænna skilríkja, þannig að auðvelt sé að móttaka og lesa slík skilríki frá mismunandi útgáfuaðilum. Nauðsynlegum breytingum vegna nýs reglugerða- og staðlaumhverfis hefur verið haldið í lágmarki, til að auðvelda ...

nánar >>

19.12.19

Kröfur til björgunarbúnaðar um borð í skipum - Alþjóðlegur staðall af íslenskum uppruna

Alþjóðlegu staðalasamtökin ISO hafa gefið út fyrsta alþjóðastaðalinn um búnað til að bjarga fólki úr sjó. Fullt heiti staðalsins er ISO 19898:2019 Ships and marine technology - Life-saving appliances and arrangements - Means of recovery of persons. Þar eru tilgreindar virknikröfur sem gera þarf til búnaðar sem ætlaður er til að bjarga fólki úr sjó um borð í skip og prófunarkröfur sem slíkur búnaður þarf að standast til að fást samþykktur.

Skorað á alla að innleiða lágmarkskröfur

Staðallinn varð til í framhaldi af setningu nýrrar reglu í alþjóðasamþykktinni um öryggi á heimshöfunum, SOLAS. Reglan gerir kröfur til allra útgerða skipa sem...

nánar >>

05.12.19

Staðlar bæta lífsskilyrði - Hreinlæti fyrir alla

Hreinlaeti fyrir alla

Klósett eru ekki bara klósett. Þau koma í veg fyrir sjúkdóma og auka sjálfsvirðingu fólks. Yfir fjórir milljarðar jarðarbúa njóta ekki fullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Það er ekki að ástæðulausu að 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins.


Hugvit í þágu heimsmarkmiða
Áætlað er að 673 milljónir manna neyðist til að gera þarfir sínar utandyra á víðavangi. Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna segir:

"Eigi síðar en árið 2030 hafi allir jafnan aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og enginn þurfi að ganga örna sinna utan dy...

nánar >>

18.11.19

Stjórnkerfisstaðall gegn mútugreiðslum - ISO 37001

Mútur

Mútur hafa mörg andlit og mútur í margvíslegum myndum eru útbreitt fyrirbæri um allan heim. Mútugreiðslur eru alvarlegt félagslegt, efnahagslegt, pólitískt og siðferðilegt áhyggjuefni. Mútur grafa undan góðri stjórnsýslu, standa í vegi fyrir framþróun og hamla heilbrigðri samkeppni. Slíkar greiðslur ýta undir óréttlæti, mannréttindabrot og fátækt. Mútur draga úr trausti á stofnunum samfélagsins og milli manna. Í viðskiptum auka mútur kostnað og hækka verð á vöru og þjónustu jafnframt því að draga úr gæðum.

Alþjóðlegir staðlar

Af þessum ástæðum hafa stjórnvöld margra r...

nánar >>

14.10.19

Myndbands-staðlar skapa hnattrænt leiksvið - Alþjóðlegi staðladagurinn 2019

Alþjóðlegi staðladagurinn er 14. október. Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO, IEC og ITU nota daginn hverju sinni til að vekja athygli á ákveðnum viðfagnsefnum staðlastarfs. 

Að þessu sinni ber dagurinn yfirskriftina  "Myndbands-staðlar skapa hnattrænt leiksvið."  Í yfirskriftinni felast engar ýkjur, eins og fram kemur í þessu stutta ávarpi Sergio Mujica, framkvæmdastjóra ISO. Þótt staðlastarf fari að jafnaði frekar hljótt, þá njóta milljarðar manna ávaxtana af því á hverjum einasta degi. - Þú gætir ekki spilað þetta myndband né nein önnur ef ekki væru til stað...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja