Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

03.09.19

Jafnrétti borgar sig - Jafnlaunastaðallinn ÍST 85

Staðallinn ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar er lögbundinn frá 1. janúar 2018. Síðan hefur fjöldi fyrirtækja og stofnana innleitt staðalinn og yfir 70 skipulagsheildir hafa öðlast vottað jafnlaunakerfi samkvæmt honum. Samhliða er reynsla og þekking fagaðila, ráðgjafa og aðila á vinnumarkaði að byggjast hratt upp og aðferðafræðin við innleiðingu er í stöðugri mótun.

Gæðastjórnun og málefnalegur launamunur

Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði er snýr að jafnrétti kynjanna. Staðreyndin er samt sú að kynbundinn launamunur er til staðar hér á landi, hvort sem litið er á leiðréttan eða óleiðréttan launam...

nánar >>

07.08.19

Hlutanetið - Internet of Things - Ráðstefna 6. september

Erum við tilbúin fyrir IoT?

Innviðir, öryggi og staðlar - Infrastructure, security and standards

Ráðstefna Staðlaráðs Íslands og Háskólans í Reykjavík

Föstudag 6. september 2019 í Háskólanum í Reykjavík

Fuglar a simalinu

Árið 2018 voru um 8,6 milljarðar hluta tengdir internetinu. Árið 2024 er því spáð að þeir verði 22,3 milljarðar. Fjórða iðnbyltingin er runnin upp. Allir hlutir (e. things) verða að lokum tengdir við Netið. Hægt verður að hafa eftirlit með öllum hlutum og fjarstýra breytingum á þeim. Hlutirnir munu mynda samofna heild og raunheimar verða eitt risa...

nánar >>

08.07.19

Spennandi Evrópuverkefni um rafræna reikninga - Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT)

ICELANd-INV18

Tækninefnd FUT um grunngerð rafrænna reikninga, TN-GRV, tekur þátt í evrópsku verkefni um innleiðingu staðalsins ÍST EN 16931 Rafræn reikningagerð og íslensku tækniforskriftarinnar TS 236 Rafrænt reikninaferli. Verkefnið heitir ICELANd-INV18- Uptaking the EN eInvoicing by public authorities in Iceland.

Tilgangur verkefnisins er að fylgja eftir upptöku rafrænna reikninga hjá o...

nánar >>

07.05.19

Jafnrétti borgar sig - ÍST 85

Staðallinn ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar er lögbundinn frá 1. janúar 2018. Síðan hefur fjöldi fyrirtækja og stofnana innleitt staðalinn og yfir 70 skipulagsheildir hafa öðlast vottað jafnlaunakerfi samkvæmt honum. Samhliða er reynsla og þekking fagaðila, ráðgjafa og aðila á vinnumarkaði að byggjast hratt upp og aðferðafræðin við innleiðingu er í stöðugri mótun.

Gæðastjórnun og málefnalegur launamunur

Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði er snýr að jafnrétti kynjanna. Staðreyndin er samt sú að kynbundinn launamunur er til staðar hér á landi, hvort sem litið er á leiðréttan eða óleiðrétta...

nánar >>

10.05.19

Gæðastjórnun í sveitarfélögum - Verkfæri fyrir kjörna fulltrúa

Ríki og sveitarfélög eru stærstu veitendur þjónustu í hverju landi og verkefni hinna síðarnefndu snerta íbúana iðulega með beinum hætti. Sveitarfélög hafa á sínum höndum frárennslismál, almenningssamgöngur, heilsugæslu, félagsmál, íþrótta- og tómstundamál, skólamál, götulýsingu, sorphirðu ... . Upptalningin er hvergi nærri tæmandi en ljóst er að íbúar sveitarfélaga gera óhjákvæmilega miklar kröfur til þeirra sem stjórna málum. Einnig blasir við að heildstætt stjórnunarkerfi er nauðsynlegt til að halda utan um málefni eins sveitarfélags þannig að stjórnun þess sé heildræn og skilvirk; komi heim og saman væntingum íbúanna og fjármunum sem úr er að spila, taki mið af umhverfisáhrifum, b...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja