Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

08.01.20

Vernd persónuupplýsinga - hagnýtar aðferðir samkvæmt ISO/IEC 27701

Almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) tók gildi innan EES-svæðisins 25. maí 2018. Hún leggur allskonar skyldur á skipulagsheildir, hvort sem það eru opinberar stofnanir eða fyrirtæki. Persónuvernd og upplýsingaöryggi eru nátengd og annað getur ekki annað án hins verið. Það var því eðlilegt að litið væri til þess hvernig ákvæði persónuverndarreglugerðarinnar pössuðu við upplýsingaöryggisstaðlana ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002. Það hefur nú verið gert með útgáfu nýs alþjóðlegs staðals. 

Handhæg og kærkomin viðbót
Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO og IEC gáfu í sumar út staðalinn ISO/IEC 27701 ...

nánar >>

02.01.20

ÍST 146 Innihald almennra rafrænna skilríkja

Nýr staðall um innihald almennra rafrænna skilríkja á Íslandi byggir á eldri tækniforskrift TS 146 frá 2013, sem aftur byggir á tæknilýsingu frá 2007. Staðallinn tók gildi 30. desember 2019.

Einfaldari notkun og samræmi
Tilgangurinn með ÍST 146 er að samræma notkun rafrænna skilríkja á Íslandi og einfalda þjónustuaðilum að lesa rafrænt innihald almennra rafrænna skilríkja, þannig að auðvelt sé að móttaka og lesa slík skilríki frá mismunandi útgáfuaðilum. Nauðsynlegum breytingum vegna nýs reglugerða- og staðlaumhverfis hefur verið haldið í lágmarki, til að auðvelda ...

nánar >>

19.12.19

Kröfur til björgunarbúnaðar um borð í skipum - Alþjóðlegur staðall af íslenskum uppruna

Alþjóðlegu staðalasamtökin ISO hafa gefið út fyrsta alþjóðastaðalinn um búnað til að bjarga fólki úr sjó. Fullt heiti staðalsins er ISO 19898:2019 Ships and marine technology - Life-saving appliances and arrangements - Means of recovery of persons. Þar eru tilgreindar virknikröfur sem gera þarf til búnaðar sem ætlaður er til að bjarga fólki úr sjó um borð í skip og prófunarkröfur sem slíkur búnaður þarf að standast til að fást samþykktur.

Skorað á alla að innleiða lágmarkskröfur

Staðallinn varð til í framhaldi af setningu nýrrar reglu í alþjóðasamþykktinni um öryggi á heimshöfunum, SOLAS. Reglan gerir kröfur til allra útgerða skipa sem...

nánar >>

05.12.19

Staðlar bæta lífsskilyrði - Hreinlæti fyrir alla

Hreinlaeti fyrir alla

Klósett eru ekki bara klósett. Þau koma í veg fyrir sjúkdóma og auka sjálfsvirðingu fólks. Yfir fjórir milljarðar jarðarbúa njóta ekki fullnægjandi hreinlætisaðstöðu. Það er ekki að ástæðulausu að 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins.


Hugvit í þágu heimsmarkmiða
Áætlað er að 673 milljónir manna neyðist til að gera þarfir sínar utandyra á víðavangi. Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna segir:

"Eigi síðar en árið 2030 hafi allir jafnan aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og enginn þurfi að ganga örna sinna utan dy...

nánar >>

18.11.19

Stjórnkerfisstaðall gegn mútugreiðslum - ISO 37001

Mútur

Mútur hafa mörg andlit og mútur í margvíslegum myndum eru útbreitt fyrirbæri um allan heim. Mútugreiðslur eru alvarlegt félagslegt, efnahagslegt, pólitískt og siðferðilegt áhyggjuefni. Mútur grafa undan góðri stjórnsýslu, standa í vegi fyrir framþróun og hamla heilbrigðri samkeppni. Slíkar greiðslur ýta undir óréttlæti, mannréttindabrot og fátækt. Mútur draga úr trausti á stofnunum samfélagsins og milli manna. Í viðskiptum auka mútur kostnað og hækka verð á vöru og þjónustu jafnframt því að draga úr gæðum.

Alþjóðlegir staðlar

Af þessum ástæðum hafa stjórnvöld margra r...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja