Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

10.05.13

Tækniforskriftir - Stuðningur við tækniforskriftir

Til að einfalda innleiðingu á stuðningi við tækniforskriftir fyrir rafræna reikninga (sjá umfjöllun á forsíðu) hefur Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) á síðustu vikum og mánuðum gert eftirfarandi ráðstafanir:

  1. Tækniforskriftir skulu vera rafrænar.
  2. Frjáls og óhindruð dreifing tækni-forskrifta (með eðlilegum fyrirvara um höfundarrétt).
  3. "Gjaldfrjáls" dreifing - Notendur þurfa ekki að greiða fyrir tækni-forskriftir (kostuð dreifing).

Sett hefur verið upp vefsíða þar sem að hugbúnaðarhús og aðrir geta sannreynt að viðskiptaskjöl sem byggja á tækniforskriftum séu efnislega rétt.

Með þessu eru stór skref stigin í átt því að gera innleiðingu tækniforskrifta þæ...

nánar >>

03.12.12

Hvernig má hagnast á stöðlum og staðlastarfi? - Morgunráðstefna 7. desember

Hvernig geta lítil og meðalstór fyrirtæki bætt hag sinn með notkun staðla og þátttöku í staðlastarfi? Það verður umfjöllunarefnið á stuttri ráðstefnu á Grand Hótel þann 7. desember. Ráðstefnan byrjar kl. 9 og endar með hádegisverði kl. 12:20. Forsvarsmenn fyrirtækja eru hvattir til að skrá sig til þátttöku á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is.

Efni ráðstefnunnar
Á ráðstefnunni verður fólk úr íslensku atvinnulífi og fólk frá evrópsku staðla-samtökunum CEN , CENELEC og NORMA-PME. Útlistað verður hvernig staðlar geta auðveldað fyrirtækjum sókn á nýja markaði og bætt hag þeirra í vaxandi samkeppni. Einnig verður fjallað um hvaða kosti fulltrúar lítilla og meðalstórra fyrirtækja eiga þegar kemu...

nánar >>

03.12.12

Staðall um úttektir stjórnunarkerfa - ISO 19011

Til að tryggja að gæðastjórnunar-kerfið sé ávallt í takt við þá starfsemi sem fram fer í fyrirtækinu er nauðsynlegt að vakta kerfið og meta reglulega hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þess og virki á tilætlaðan hátt. Vöktunin fer meðal annars fram með úttektum. Staðallinn ISO 19011 Guidelines for auditing management systems felur í sér leiðbeiningar um slíkar úttektir. Sveinn1

Almennari leiðbeiningar
Eldri útgáfa ISO 19011 var frá árinu 2002. Nauðsynlegt þótti að breikka umfang út-tektar á s...

nánar >>

03.12.12

Alþjóðlegur staðall um áhættustjórnun - ISO 31000

Staðallinn ISO 31000:2009 Risk Management - Principles and Guidelines er fyrsti alþjóðlegi staðallinn um áhættustjórnun. Staðlinum er ætlað að vera almennur grunnur og leiðbeiningar fyrir alla áhættustýringu. Bodvar _tomasson _lit

Sameiginlegur skilningur og hugtök

Markmiðið með staðlinum er mynda sameiginlegt verklag við áhættustjórnun og samhæfa aðferðarfræði og hugtök. Hann nýtist almennt til stjórnunar áhættu, óháð gerð, staðsetningu og umfangi áhættunnar og getur gagnast fyrirtækjum og st...

nánar >>

03.12.12

Innleiðing gæðastjórnunarkerfis - ISO 9001

Verkkaupar, bæði opinberir og á einka-markaði, krefjast þess nú í auknum mæli í útboðum að þeir sem komi að framkvæmdum, hvort sem um er að ræða verktaka, hönnuði eða aðra ráð-gjafa, leggi fram gögn til staðfestingar á gæða-stjórnunar-kerfi. Í mannvirkjalögum og í nýrri byggingarreglugerð er auk þess kveðið á um að innan fárra ára verði öllum fyrirtækjum sem koma að bygg-ingar--iðnaði skylt að hafa vottað gæðastjórnunarkerfi. Solveig Berg

Tryggir skilvirkni og gæði
Gæðastjórnun á arkitektastofu felur í sér að ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja