Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

23.09.20

Þistilhjörtu - Blóm sem fá ekki að blómstra

 Thistilhjortu

Þistilhjörtu - Sögufræg og leyndardómsfull.

Stöðlum er ekkert óviðkomandi. Þistilhjörtu, eða ætiþistlar, hafa fylgt manninum lengi. Að minnsta kosti allt frá tímum Rómverja og Forn-Grikkja. Þeirra er getið í goðsögum, ferðalýsingum, sagnfræðiritum og lækningaritum frá ýmsum öldum. Stundum hafa þistilhjörtu verið talin gagnleg en stundum líka varasöm. Framan af 16. öld var þistilhjörtum haldið frá hefðarkonum í Frakklandi vegna þess að þau þóttu slæva siðferðiskennd þeirra. Hins vegar voru þau talin hjálpleg karlmönnum með risvandamál. Af sumum voru þau talin auka líkur á sveinbörnum við getna...

nánar >>

07.08.20

Að takast á og lifa við COVID-19

 

Stjórnvöld og ferðaiðnaðurinn á Íslandi ættu að líta til fordæmis Spánverja. Þar í landi tóku staðlasamtökin UNE höndum saman við heilbrigðisyfirvöld og þá sem hafa hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu og gáfu út röð stöðlunarskjala sem innihalda leiðbeiningar og forskriftir fyrir ráðstafanir gegn COVID-19. Leiðbeiningarnar voru settar saman á methraða og hafa verið gerðar aðgengilegar án endurgjalds.

Gagnast öllu samfélaginu
Ferðaiðnaður spannar vítt svið og snertir margar atvinnugreinar. Stöðlunarskjölin endurspegla þessa fjölbreytni og eru gefin út í mörgum hlutum. Grunnheiti raðarinnar e...

nánar >>

08.07.20

ISO 19011 – Verkfæri fyrir margskonar úttektir

Staðallinn ISO 19011 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa er handhægt verkfæri sem gerir stjórnendum kleift að taka út og meta á skipulagðan hátt afmörkuð verkferli og stjórnunarkerfi fyrirtækis eða stofnunar í heild. Staðallinn tilgreinir allt sem þarf til að meta árangur tiltekins stjórnunarkerfis og hvernig það uppfyllir settar kröfur.

ISO 19011

Innri úttektir á stjórnunarkerfum eða einstökum verkferlum innan þeirra gefa ekki aðeins skýra mynd af því hvort og hvernig þau skila því sem til er ætlast. Úttektarferlið leiðir e...

nánar >>

16.07.20

Sjálfbærari sveitarfélög - Verkfæri ásamt leiðbeiningum

Fátt er meira rætt en sjálfbærni og sjálfbær samfélög. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru þar undir og öll ríki heims verða að leggjast á eitt til að þeim verði náð. Þannig lítur málið út þegar horft er vítt yfir sviðið en úrlausnarefnin eru rétt við höndina og mörg þau veigamestu í verkahring bæja, borga og sveitarfélaga. Hinar brennandi spurningar á þeim vettvangi eru þessar: Hvað eigum við að gera og hvernig er best að standa að verki?

ISO 37101

Heildstætt og skilvirkt stjórnunarkerfi

Alþjóðlegi staðallinn ISO 37101 útskýrir ekki einungis...

nánar >>

18.06.20

Andlitsgrímur og kröfur til þeirra.

Andlitsgrimur

Í vinnustofusamþykktinni eru einnig leiðbeiningar um heimasaumaða andlitsgrímur.

Flugfarþegum víða um heim er nú skylt að bera andlitsgrímur. Það á til dæmis við um farþega Icelandair. Gríma er ekki bara gríma. Vinnustofusamþykkt um andlitsgrímur hefur verið gefin út af evrópsku staðlasamtökunum CEN með þátttöku íslenskra fulltrúa. Þar eru skilgreindar kröfur til framleiðslu andlitsgríma, prófunar, notkunar og þvottar auk þess sem gefnar eru leiðbeiningar um heimasaumaðar andlitsgrímur.

Vinnustofusamþykktina má sækja nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja