Nýjustu fréttir

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt. Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlapóstinum hér neðar. Síðar á árinu verður Staðlapósturinn sameinaður rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

09.01.14

Ný heimasíða Staðlaráðs

Ný heimasíða Staðlaráðs er komin í loftið.

Við vonum að nýja heimasíðan og nýja Staðlabúðin muni falla notendum í geð. Ekki aðeins er efnisskipanin orðin einfaldari og skýrari, heldur fylgja síðunni nýjungar sem vonandi eiga eftir að koma viðskiptavinum og aðilum Staðlaráðs að góðu gagni.

Allir viðskiptavinir þurfa að nýskrá sig til að geta verslað í nýju Staðlabúðinni. Þeir sem hafa verið í reikningsviðskiptum við Staðlaráð geta síðan óskað eftir slíkum viðskiptum áfram með því að senda tölvupóst á sölustjóra, sala@stadlar.is.

Alþjóðlegir staðlar í nýju Staðlabúðinni

Sem fyrr verður í Staðlabúðinni hægt að kaupa íslenska og evrópska staðla og frumvörp að íslenskum og evróp...

nánar >>

25.11.13

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs 2013

Haustfundur Byggingarstaðlaráðs verður haldinn fimmtudaginn 5. desember 2013 í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Keldnaholti. Fundurinn hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Skipun fundarstjóra og fundarritara
  3. Framtíðarsýn umskipunar- og þjónustuhafnar í Finnafirði
  4. Erindi Hafsteins Helgasonar hjá Eflu
  5. Haustskýrsla Jóns Sigurjónssonar formanns BSTR
  6. Vindmyllur á Íslandi, uppbygging og rekstur...

    nánar >>

18.10.13

Upplýsingaöryggi - Ný og betri útgáfa ISO/IEC 27001

Edward Humphreys

Ný útgáfa upplýsinga-öryggisstaðalsins ISO/IEC 27001Information technology - Security techniques - Information security management systems - Requirements  tók gildi sem alþjóðlegur staðall 1. október síðastliðinn. Staðallinn verður væntanlega þýddur á íslensku á næstu mánuðum, eins og fyrri útgáfa, og gefinn út sem íslenskur staðall. Um það bil sem endurskoðun staðalsins var að ljúka, var Edward Humphreys, sá er leiddi endurskoðunina, spurður út í nýju útgáfuna. Nokkrar spurningarnar fara hér á eftir ásamt atriðum úr ...

nánar >>

18.10.13

Nýjar tækniforskriftir - Bankasamskiptakerfi á tímamótum

 Hermann Þór SnorrasonSameiginleg vefþjónusta banka og sparisjóða hefur fest sig í sessi sem eitt af meginverkfærum fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og einyrkja í bók-haldssamskiptum við bankana. Á síðast-liðnum árum hefur notkunin breiðst svo ört út að undrun sætir.

Sambankaþjónusta

Umrædd vefþjónusta ber hið lítt þjála nafnIcelandic Online Banking Web Services  eða einfaldlega IOBWS, hvorutveggja tungubrjótur í huga margra. Birtingarmynd vefþjónust...

nánar >>

18.10.13

Nýir lagnastaðlar - ÍST 67 Vatnslagnir og IST 68 Frárennslislagnir

Sveinn Áki Sverrisson

Fyrir nokkrum árum tók Byggingar-staðlaráð ákvörðun um að breyta stöðlunum  ÍST 67 Vatnslagnir og ÍST 68 Frárennslislagnir og tengja þá við danska staðla um sama efni. Það er, að hafa íslensku staðlana sem sérákvæði við þá dönsku. Kostirnir við þessa tilhögun eru mikilvægir. Dönsku staðlarnir vísa í Evrópustaðla og eru uppfærðir reglulega. Það auðveldar okkur Íslendingum að uppfæra okkar staðla á þessum sviðum. Auk þess er mikil hefð fyrir notkun dönsku staðlanna í greininni.

Nýir ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja