Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

10.10.14

Staðlaráð - Grundvöllur staðlastarfs í hættu

Guðrún RögnvaldardóttirStöðlunarstarf byggist á framlagi sérfræðinga til samvinnuverkefna sem miða að því aðfinna góðar lausnir á vandamálum sem margir þurfa að glíma við, þ.e. að leysa málin í sameiningu í stað þess að hver og einn sé að búa til sína lausn með þeim hugsanlegu (og reyndar líklegu) afleiðingum að lausnir passa ekki saman. Slíkt veldur kostnaði fyrir neytendur og samfélagið - kostnaði sem komast má hjá ef menn bera gæfu til að vinna saman og búa til staðla sem allir geta notað. Þátttaka í stöðlun er valfrjáls, og notkun staðla er það alla jafna líka.<...

nánar >>

10.10.14

Rafstaðlaráð - Spennandi verkefni

Sigurdur Sigurdarson nyÁ vegum Rafstaðlaráðs er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum. Hér á eftir er upptalning á þeim helstu:

  • Endurskoðun staðalsins ÍST 200:2006 Raflagnir bygginga stendur yfir í samvinnu við Mannvirkjastofnun. Staðallinn er byggður á evrópskum samræmingarskjölum, HD 60364, en þau eru aftur á móti aðlöguð útfærsla af alþjóðastaðlinum IEC 60364.

    Frá því að ÍST 200 kom út árið 2006 hafa ýmsar breytingar orðið á gildandi samræmingarskjölum sem staðallinn byggir á. Því va...

    nánar >>

10.10.14

Rafræn þjónusta - Hve örugg þarf innskráning að vera?

Thorvardur KariÞegar borgararnir sækja rafræna þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum þurfa þeir yfirleitt  að gera grein fyrir sér með einhverjum hætti. Þetta má gera með ýmsum sannvottunar-aðferðum, t.d. einföldu lykilorði, flóknu lykilorði, tveggja þátta aðferð (t.d. lykilorði með styrkingu) eða fullgildum rafrænum skilríkjum. Nýlegur ISO staðall mælir með því að val á sannvottunaraðferð við innskráningu byggi á áhrifagreiningu og að ekki sé krafist hærra fullvissustigs en sú greining gefur tilefni ...

nánar >>

10.10.14

Nýir staðlar - Vistvænar byggingar

Norðurlöndin hafa sameiginlega sent út til kynningar drög að þremurJon Sigurjonsson stöðlum. Staðlarnir fjalla um kröfur í sjálfbærum byggingariðnaði. Með gerð þessara staðla eru Norðurlöndin að taka forystu í Evrópu um vistvæna stöðlun í mannvirkjagerð. Niðurstaða vinnunnar mun verða kynnt fyrir evrópsku staðlasamtökunum CEN með það að leiðarljósi að leggja samnorrænan grunn að evrópskri stöðlun um efnið.

"The Nordic region as Standard Maker"
Vinnuhópar með fulltrúum allra Norður-landanna hafa verið starfandi um hvert ve...

nánar >>

02.09.14

Norræn samvinna á sviði stöðlunar

Byggingarstaðlaráð er þátttakandi í norrænu verkefni sem kallast The Nordic region as Standard Maker.

Verkefninu er skipt upp í þrjú undirverkefni:

  • Vistvænar endurbætur bygginga / Sustainable renovation of existing buildings 
  • Innivist bygginga og stöðlun á valkvæðri flokkun / Indoor Climate & voluntary classification standards
  • Evrópureglur í nánustu framtíð um byggingarvörur og yfirlýsingu byggingarvara / Future EU regulation on product and building declarations

Starfandi eru norrænir vinnuhópar um hvert verkefni. Þeir sem ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja