Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

22.05.14

Nýsköpunartorg 23. og 24. maí

Nýsköpunartorgið verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Fjögur spennandi erindi frá Staðlaráði

Á vegum Staðlaráðs Íslands verða flutt fjögur erindi.

Föstudagur 23. maí: 

 • kl. 10:10 CE-merking - fjallað um CE-merkið og þýðingu þess fyrir framleiðendur vöru.
   
 • nánar >>

14.05.14

Fróðlegur aðalfundur BSTR

Aðalfundur _bstr _2014-5

Mynd: Jón Sigurðsson, formaður BSTR.

Aðalfundur BSTR fór fram 30. maí síðastliðinn í húsakynnum Verkís. Fundurinn var ágætlega sóttur. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru flutt tvö erindi á fundinum. Egill Viðarsson, viðskiptastjóri og verkfræðingur hjá Verkís, kynnti útrás fyrirtækisins til Noregs. Hann fór yfir þróun og umfang starfseminnar í Noregi auk þess sem hann kynnti nokkur verkefni sem Verkís vinnur að í landinu. Fram kom í máli Egils,  að Norðmenn notuðu kerfisbundið norska staðla við alla þætti samningagerðar. Taldi hann að Íslendingar gætu lært af þeim varðandi...

nánar >>

09.05.14

Jafnlaunastaðallinn – nýtt verkfæri jafnréttisbaráttunnar

19. júní 2012, á íslenska kvenréttindadeginum, var haldinn fjölmennur fundur í Reykjavík þar sem þáverandi velferðarráðherra kynnti nýtt verkfæri í jafnréttisbaráttunni, jafnlaunastaðalinn svokallaða. Jafnlaunastaðallinn, ÍST 85, er nýtt verkfæri í jafnréttisbaráttunni sem hjálpar fyrirtækjum að tryggja það að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Sömu laun fyrir sambærilega vinnu
Árið 1961 samþykkti Alþingi lög sem áttu að tryggja launajafnrétti hér á landi. Frummælendur lagafrumvarpsins voru bjartsýnir um að baráttan yrði snögg. Laun kvenna skyldu hækkuð í þrepum næstu sex árin, og 1967 átti fullu launajafnrétti kynjanna að vera náð. Erfiðara reyndist að útrýma lau...

nánar >>

29.04.14

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs miðvikudag 30. apríl

Fundurinn verður haldinn hjá VERKÍS að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00.

Stjórn Byggingarstaðlaráðs hvetur fulltrúa til að bjóða með sér gestum sem kynnu að hafa áhuga á starfsemi ráðsins. Varamenn eru einnig velkomnir á fundinn sem gestir.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö erindi á fundinum. 

 • Verkefnasókn til Noregs  -Aðlögun vinnulags að norskum markaði. -  Egill Viðarsson, viðskiptastjóri VERKÍS.
   
 • nánar >>

21.03.14

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni 27. mars 2014

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) verður haldinn 27. mars Kl. 08:15 - 10:30

Staðsetning: Grand hótel, Sigtúni 38, Reykjavík - Salur: Háteigur B.

Morgunverðarhlaðborð kl. 08:15. Fundurinn hefst kl. 08:30.

Í upphafi fundar verða haldin tvö erindi:

 • Veistu hver ég er?
  Haraldur Bjarnason, Auðkenni
 • Staðlar og Alþingi
  Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður Pírata

Síðan hefjast almenn vorfundarstörf (aðalfundarstörf). nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja