Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

23.06.15

Nýr staðall um trampólín

Hoppaðu öruggt inn í vorið - Nýr staðall um öryggi trampólína, ÍST EN 71-14


Trampólín eru ákaflega skemmtileg og á sumrin má sjá þau í flestum görðum. Árlega berast fréttir af slysum í tengslum við notkun þeirra. Slysin hefur ýmist mátt rekja til þess að trampólínin eru ekki notuð á réttan hátt eða að þau eru ekki nægilega vönduð og örugg.
Á þessu ári tók gildi nýr staðall um trampólín sem er ætlað að auka öryggi þeirra. Það er því ástæða til að vekja athygli kaupenda nýrra trampólína á staðlinum og hvetja þá til að kaupa eingöngu trampólín sem uppfylla ákvæði staðalsins ÍST EN 71-14 sem er partur af leikfangastaðlinum.

"Ég hef fylgst með gerð staðalsins í gegnum ANEC sem eru Evr...

nánar >>

13.05.15

Aðalfundur BSTR 2015

Hrafnkell A Proppe

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs (BSTR) fór fram í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni þann 12. maí.

Auk venjulegra aðalfundastarfa flutti Hrafnkell Á. Proppé,  hjá Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, erindi um nýjustu áherslur í skipulagsmálum. Hrafnkell fjallaði meðal annars um hvernig gert væri ráð fyrir að þétta byggð til að taka við fjölgun íbúa og hugsanlega þróun og lausnir í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerð ásamt skýrslu Jóns Sigurðssonar, formanns BSTR, má finna nánar >>

13.03.15

Vorfundur FUT 2015 verður 26. mars

Vorfundur FUT 2015 verður haldinn 26. mars kl 14:30 hjá Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.

Dagskrá 

14:30  Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara

14:40  Vorfundarstörf:

  1. Skýrsla FUT fyrir liðið starfsár
  2. Starfs- og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs
  3. Breytingar á starfsreglum
  4. Kosning tveggja varamanna í stjórn FUT
  5. Önnur mál

15:20  Erindi og umræður:

<...

nánar >>

10.03.15

Rafmagnsöryggi - Staðlar til að uppfylla grunnkröfur

Töluverðar breytingar hafa orðið á reglum um rafmagnsöryggi á síðustu árum. Það eru margir fagmenn á rafmagnssviði sem muna eftir gömlu góðu reglugerðinni, bláu bókinni sem var notuð um árabil en var felld var úr gildi fyrir nokkrum árum. Okkur lét forvitni á að vita hvað hafi komið í stað reglugerðarinnar og hvernig staðlar á rafmagnssviði tengjast rafmagnsöryggismálum í dag. Við spurðum því Jóhann Ólafsson fagstjóra rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar um þessi mál.

Jóhann Ólafsson 
Hvað kom í st...

nánar >>

10.03.15

ÍST INSTA 500-1 - Skráning slysa í fólkslyftum

Í lok janúar síðastliðinn tók gildi sem íslenskur staðall ÍST INSTA 500-1 Slysaskráningarkerfi fyrir lyftur, rúllustiga og færibönd fyrir gangandi umferð. Staðallinn er gerður af svonefndri INSTA lift group, INSTA M HISS, sem samanstendur af opinberum aðilum, tilkynntum aðilum og lyftufyrirtækjum (eftirlitsaðilum, þjónustuaðilum) á Norðurlöndum. Stefnt er að því að staðallinn verð gefinn út á öllum Norðurlöndum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Nýtist öllum
Í staðlinum eru tilgreindar samræmdar aðferðir við lýsingar og skráningu upplýsinga um atvik, slys og næstum því slys í lyftum o...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja