Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

14.10.15

Opnun á nýjum vef - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Staðlaráð opnaði í dag, í tilefni Alþjóðlega staðladagsins 14. október, nýjan vef um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur. Með væntanlegri reglugerð og samningi við Mannvirkjastofnun mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti. - Sjón er sögu ríkari. nánar >>

23.09.15

ISO 9001 - Nýja útgáfan!

Þann 23. september síðastliðinn tók gildi ný útgáfa alþjóðlega gæðstjórnunarstaðalsins ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur. Þar með er lokið endurskoðun sem tekið hefur sérfræðinga frá 95 aðildarlöndum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO ríflega þrjú ár.

Yfir 1,1 milljón vottanir samkvæmt ISO 9001 hafa verið gefnar út í heiminum. Þeim er ætlað að auðvelda fyrirtækjum að sýna viðskiptavinum sínum fram á að gæði þeirrar vöru og þjónusta sem þau framleiða og veita séu stöðug. Vottunum samkvæmt staðlinum er einng ætlað að gera verkferla fyrirtækja einfaldari og skilvirkari.

"ISO 9001 gerir fyrirtækjum betur kleift að laga sig að breyttum aðstæðum. Staðallinn eykur getu fyrirtækja til að uppfylla ó...

nánar >>

15.09.15

ISO 14001 - Ný útgáfa!

Í dag, 15. september, tekur gildi ný útgáfa alþjóðlega staðalsins ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun. Staðallinn er einn þeirra alþjóðlegu staðla sem náð hafa hvað mestri útbreiðslu í heiminum. Yfir 300 þúsund vottanir samkvæmt ISO 14001 eru gefnar út í heiminum á hverju ári.

Útgáfan tekur mið af nýjum straumum, eins og aukinni vitund fyrirtækja um að taka þurfi tillit til bæði innri og ytri þátta ef meta eigi áhrif starfseminnar á umhverfið, þar með talið þátta eins og loftslagsbreytinga.

Aðrar lykilendurbætur í nýju útgáfunni varða meðal annars í eftirfarandi:

  • Aukna áherslu á forystu, skuldbindingu æðstu stjó...

    nánar >>

28.08.15

Jarðtenging háspennuverkja - Íslensk þýðing

Út er komin íslensk þýðing á staðlinum ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja. Staðallinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. - Part 1: Common rules.

ÍST EN 50522:2010 og ÍST EN 61936-1:2010 eru fáanlegir í Staðlabúðinni >>

Í umfangi staðalsins ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja, segir eftirfarandi:

Þessi evrópski staðall tilgreinir kröfur um hönnun og byggingu jarðtengikerfa raforkuvirkja, í kerfum með riðspennu að nafngildi yfir 1 kV...

nánar >>

28.07.15

Atvinnulífs- og iðnaðartúrismi - Nýr alþjóðlegur staðall

ISO 13810 er nýr alþjóðlegur staðall ætlaður opinberum fyrirtækjum jafnt og einkareknum, sem vilja bjóða ferðamönnum að skoða og fræðast um starfsemi sína. Í staðlinum er leiðbeint um grundvallaratriði sem fyrirtæki þurfa að huga að þegar þau taka á móti ferðamönnum. Leiðbeiningarnar nýtast bæði þeim fyrirtækjum sem eru á byrjunarreit og þeim sem þegar hafa haslað sér völl í ferðaþjónustu af þessu tagi.

iso 13810 

Staðallinn fæst í Staðlabúðinni >>

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja