Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

28.08.15

Jarðtenging háspennuverkja - Íslensk þýðing

Út er komin íslensk þýðing á staðlinum ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja. Staðallinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. - Part 1: Common rules.

ÍST EN 50522:2010 og ÍST EN 61936-1:2010 eru fáanlegir í Staðlabúðinni >>

Í umfangi staðalsins ÍST EN 50522 Jarðbinding háspennuvirkja, segir eftirfarandi:

Þessi evrópski staðall tilgreinir kröfur um hönnun og byggingu jarðtengikerfa raforkuvirkja, í kerfum með riðspennu að nafngildi yfir 1 kV...

nánar >>

28.07.15

Atvinnulífs- og iðnaðartúrismi - Nýr alþjóðlegur staðall

ISO 13810 er nýr alþjóðlegur staðall ætlaður opinberum fyrirtækjum jafnt og einkareknum, sem vilja bjóða ferðamönnum að skoða og fræðast um starfsemi sína. Í staðlinum er leiðbeint um grundvallaratriði sem fyrirtæki þurfa að huga að þegar þau taka á móti ferðamönnum. Leiðbeiningarnar nýtast bæði þeim fyrirtækjum sem eru á byrjunarreit og þeim sem þegar hafa haslað sér völl í ferðaþjónustu af þessu tagi.

iso 13810 

Staðallinn fæst í Staðlabúðinni >>

nánar >>

23.06.15

Nýr staðall um trampólín

Hoppaðu öruggt inn í vorið - Nýr staðall um öryggi trampólína, ÍST EN 71-14


Trampólín eru ákaflega skemmtileg og á sumrin má sjá þau í flestum görðum. Árlega berast fréttir af slysum í tengslum við notkun þeirra. Slysin hefur ýmist mátt rekja til þess að trampólínin eru ekki notuð á réttan hátt eða að þau eru ekki nægilega vönduð og örugg.
Á þessu ári tók gildi nýr staðall um trampólín sem er ætlað að auka öryggi þeirra. Það er því ástæða til að vekja athygli kaupenda nýrra trampólína á staðlinum og hvetja þá til að kaupa eingöngu trampólín sem uppfylla ákvæði staðalsins ÍST EN 71-14 sem er partur af leikfangastaðlinum.

"Ég hef fylgst með gerð staðalsins í gegnum ANEC sem eru Evr...

nánar >>

13.05.15

Aðalfundur BSTR 2015

Hrafnkell A Proppe

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs (BSTR) fór fram í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni þann 12. maí.

Auk venjulegra aðalfundastarfa flutti Hrafnkell Á. Proppé,  hjá Samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu, erindi um nýjustu áherslur í skipulagsmálum. Hrafnkell fjallaði meðal annars um hvernig gert væri ráð fyrir að þétta byggð til að taka við fjölgun íbúa og hugsanlega þróun og lausnir í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerð ásamt skýrslu Jóns Sigurðssonar, formanns BSTR, má finna nánar >>

13.03.15

Vorfundur FUT 2015 verður 26. mars

Vorfundur FUT 2015 verður haldinn 26. mars kl 14:30 hjá Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík.

Dagskrá 

14:30  Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara

14:40  Vorfundarstörf:

  1. Skýrsla FUT fyrir liðið starfsár
  2. Starfs- og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs
  3. Breytingar á starfsreglum
  4. Kosning tveggja varamanna í stjórn FUT
  5. Önnur mál

15:20  Erindi og umræður:

<...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja