Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

11.03.16

Fjölsóttur fundur um varmatap húsa

Byggingarstaðlaráð (BSTR) hélt kynningarfund þann 10 mars um frumvarpið frÍST 66 Varmatap húsa - Útreikningur. Fundurinn fór fram í húsakynnum Verk- og tæknifræðinga að Engjateigi 9 í Reykjavík.

Ritari BSTR, Arngrímur Blöndahl, rakti aðdraganda frumvarpsins og starf vinnuhópsins. Björn Marteinsson hjá Nýsköðunarmiðstöð fjallaði síðan um innihald frumvarpsins. 

frÍST 66 Varmatap húsa - Útreikningur er frumvarp að 2. útgáfu staðalsins ÍST 66:2008. Frumvarpið hefur verið augýst til umsagnar og lýkur umsagnarfresti 14. mars 2016.

Væntanleg 2. útgáfa staðalsins mun innihalda danska staðalinn DS 418:2011 ...

nánar >>

06.01.16

Námskeið á vorönn 2016

 • 3. febrúar:
  CE-merkingar véla - Hvað þarf að gera og hvernig? 
   
 • 18. febrúar:
  ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun (ISO 9001:2015)
   
 • 17. mars:
  Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011
   
 • 28. apríl:
  ISO 31000 (námskeið um áhættustjórnun - í vinnslu)

 Nánari upplýsingar um námskeið Staðlaráðs >>

nánar >>

29.10.15

Samkomulag um opinbera birtingu og vöktun - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Á alþjóðlega staðladaginn 14. október síðastliðinn opnaði Staðlaráð nýjan vef um samhæfða staðla fyrir byggingarvörur. Með væntanlegri reglugerð og samningi við Mannvirkjastofnun sem var undirritaður á dögunum mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu þessara staðla. Umræddir staðlar eru skjöl sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Lögin eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011. - Sjá nýja vefinn hér >>

 Undirri...  </p><a href= nánar >>

29.10.15

Nýr ISO 14001 - Í takti við þróun umhverfisstjórnunar

Vart líður sá dagur að málefni umhverfisins komi ekki við sögu í fréttum fjölmiðla. Í auknum mæli gera menn sér grein fyrir mikilvægi góðrar stjórnunar þessa málaflokks í rekstri fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Umhverfisvandamál á borð við aukin gróðurhúsaáhrif kalla á sameiginlegt átak allra og staðallinn ISO 14001 Umhverfis-stjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkuner einmitt það tól sem fyrirtæki geta nýtt sér til að koma á góðri stjórnun umhverfismála.

 Eva Yngvadóttir 

  nánar >>

29.10.15

Nýjar útgáfur! ISO 14001 og ISO 9001

Í september tóku gildi nýjar útgáfur tveggja alþjóðlegra staðla sem má fullyrða að séu þekktustu staðlarAlþjóðlegu staðlasamtakannaISO. Um er að ræða gæðastjórnunarstaðalinn ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001. Fullt heiti staðlanna er annars vegar ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur og hins vegar ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun.

ISO 9001:2015

"ISO 9001 gerir fyrirtækjum betur kleift að laga sig að breyttum aðstæðum. Staðallinn eykur getu fyrirtækja til að uppfylla óskir viðskiptavina og leggja traustan grunn að vexti og viðvarandi árangri", segir starfandi forseti ISO, Kevin ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja