Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

29.10.15

Nýjar útgáfur! ISO 14001 og ISO 9001

Í september tóku gildi nýjar útgáfur tveggja alþjóðlegra staðla sem má fullyrða að séu þekktustu staðlarAlþjóðlegu staðlasamtakannaISO. Um er að ræða gæðastjórnunarstaðalinn ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðalinn ISO 14001. Fullt heiti staðlanna er annars vegar ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur og hins vegar ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun.

ISO 9001:2015

"ISO 9001 gerir fyrirtækjum betur kleift að laga sig að breyttum aðstæðum. Staðallinn eykur getu fyrirtækja til að uppfylla óskir viðskiptavina og leggja traustan grunn að vexti og viðvarandi árangri", segir starfandi forseti ISO, Kevin ...

nánar >>

14.10.15

Staðlar - Sameiginlegt tungumál heimsins

Ávarp forseta IEC, forseta ISO og framkvæmdastjóra ITU í tilefni Alþjóðlega staðladagsins 14. október 2015.

Staðlar - sameiginlegt tungumál heimsins

Ímyndaðu þér heim þar sem greiðslukortið þitt passar ekki í alla posa eða þar sem þú getur ekki skroppið út í búð og keypt ljósaperu sem passar í lampann þinn. Í myndaðu þér heim án internetsins, heim þar sem væru engin landsnúmer fyrir síma eða númer til að auðkenna lönd og gjaldmiðla. Hvernig gætir þú vitað frá hvaða landi væri hringt eða hvernig þú ættir að hringja til annarra landa? Ef við hefðum ekki staðla, þá væru samskipti milli fólks, samhæfing véla, vara og vöruhluta miklum erfiðleikum háð.

  nánar >>

14.10.15

Opnun á nýjum vef - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Staðlaráð opnaði í dag, í tilefni Alþjóðlega staðladagsins 14. október, nýjan vef um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur. Með væntanlegri reglugerð og samningi við Mannvirkjastofnun mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti. - Sjón er sögu ríkari. nánar >>

23.09.15

ISO 9001 - Nýja útgáfan!

Þann 23. september síðastliðinn tók gildi ný útgáfa alþjóðlega gæðstjórnunarstaðalsins ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur. Þar með er lokið endurskoðun sem tekið hefur sérfræðinga frá 95 aðildarlöndum Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO ríflega þrjú ár.

Yfir 1,1 milljón vottanir samkvæmt ISO 9001 hafa verið gefnar út í heiminum. Þeim er ætlað að auðvelda fyrirtækjum að sýna viðskiptavinum sínum fram á að gæði þeirrar vöru og þjónusta sem þau framleiða og veita séu stöðug. Vottunum samkvæmt staðlinum er einng ætlað að gera verkferla fyrirtækja einfaldari og skilvirkari.

"ISO 9001 gerir fyrirtækjum betur kleift að laga sig að breyttum aðstæðum. Staðallinn eykur getu fyrirtækja til að uppfylla ó...

nánar >>

15.09.15

ISO 14001 - Ný útgáfa!

Í dag, 15. september, tekur gildi ný útgáfa alþjóðlega staðalsins ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun. Staðallinn er einn þeirra alþjóðlegu staðla sem náð hafa hvað mestri útbreiðslu í heiminum. Yfir 300 þúsund vottanir samkvæmt ISO 14001 eru gefnar út í heiminum á hverju ári.

Útgáfan tekur mið af nýjum straumum, eins og aukinni vitund fyrirtækja um að taka þurfi tillit til bæði innri og ytri þátta ef meta eigi áhrif starfseminnar á umhverfið, þar með talið þátta eins og loftslagsbreytinga.

Aðrar lykilendurbætur í nýju útgáfunni varða meðal annars í eftirfarandi:

  • Aukna áherslu á forystu, skuldbindingu æðstu stjó...

    nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja