Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

27.09.16

Ráðstefna 11. október: ISO 9001:2015 og framtíðin

Vert er að vekja athygli á ráðstefnu um gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001, sem haldin verður 11. október næstkomandi á Hótel Natura, Reykjavík. Aðalfyrirlesari verður dr. Nigel Croft. Hann mun fjalla um nýja útgáfu staðalsins ISO 9001, stöðu gæðastjórnunar og það sem er framundan á sviði gæðastjórnunar og stöðlunar.

Dr. Croft hefur verið virkur í starfi Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO í yfir 20 ár. Verkefni hans hafa snúist þróun staðla um gæðastjórnun, og frá árinu 2010 hefur hann verið formaður nefndarinnar ISO/TC176/SC2, sem ber meginábyrgð á staðlinum ISO 9001. 

Daginn eftir ráðstefnuna, 12. október, verður boðið upp á námskeið þar sem dr. Croft ...

nánar >>

16.09.16

Námskeið 29. september - Stjórnun upplýsingaöryggis

Á vef Staðlaráðs er hægt að setja nafn og tölvupóst á póstlista og fá tilkynningu þegar skráning hefst á hvert námskeið um sig. Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði um áhættustjórnun með hliðsjón af staðlinum ISO 31000, sem verður í desember.

 

NÁMSKEIÐ fimmtudag 29. september:

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum.

nánar >>

20.09.16

Viðurkenningarorð um íslenska jafnlaunastaðalinn ÍST 85

Yfirmaður jafnréttismála hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) segir íslenska jafnlaunastaðalinn, ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar áhugaverða nýjung sem geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu er fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Arbetsliv i Norden.

Staðallinn ÍST 85 fæst í Staðlabúðinni. Sjá nánar hér >>

Fréttatilkynning Velferðarráðuneytisins er hér >>...

nánar >>

28.07.16

Ráðherra í heimsókn

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra, heimsótti Staðlaráð á dögunum. Ráðherrann kynnti sér starfsemi Staðlaráðs ásamt ráðuneytisfólki. Heimsóknin var mjög ánægjuleg.

Að heimsókn lokinni var Ragnheiður leyst út með gjöf frá Staðlaráði, staðli um samfélagslega ábyrgð. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, afhenti ráðherranum staðalinn, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Um er að ræða alþjóðlegan staðal sem þýddur var á íslensku og staðfestur sem íslenskur staðall. Heiti hans er ÍST ISO 26000:2010 L...

nánar >>

09.06.16

Námskeið á haustönn 2016

29. september:

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun

MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. - Sjá nánar >>

 

13. október:

ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun

Markmið námskeiðsins er að þátttakend...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja