Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

14.10.16

Staðlar skapa traust - Alþjóðlegi staðladagurinn 2016

Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Að þessu sinni er dagurinn helgaður því að minna á það traust sem staðlar skapa.

Myndir þú kaupa vöru frá framleiðanda sem væri staddur hinu megin á hnettinum ef þú gætir ekki gengið útfrá því að varan uppfyllti lágmarkskröfur um öryggi og gæði? Það gæti hugsast að varan dytti í sundur á leiðinni eða reyndist hættuleg. Eða að hún passaði ekki við einhvern tiltekinn búnað sem þú átt fyrir.

Svarið er auðvitað nei. Þú myndir ekki kaupa vörur á þeim forsendum. Án alþjóðlegra staðla væri traust í viðskiptum með vörur og þjónustu á heimsvísu ekki til staðar. Alþjóðlegir staðlar skapa slíkt traust.

Hefð er fyrir því ...

nánar >>

27.09.16

ÍST 45 Hljóðvist - Ný útgáfa

Þann 1. maí síðastliðinn tók gildi ný og endurskoðuð útgáfa staðalsins ÍST 45 Hljóðvist - Flokkun íbúðar- og atvinnu-húsnæðis. Í staðlinum er íbúðar-húsnæði og ýmiss konar atvinnuhúsnæði flokkað í mismunandi gæðaflokka með tilliti til hljóðvistar. 

yrir nýbyggingar eru 3 flokk-ar, þar sem lágmarksgæði hljóðvistar eru skilgreind í flokki C. Síðan eru tveir flokkar með betri hljóðvist: Flokkur B með betri hljóðvist en í flokki C og flokkur A með mun betri hljóðvist en í flokki C. Auk þess er svo fjórði flokkurinn D fyrir endurbætur á eldra húsnæði, þar sem ekki er talið gerlegt eða nauðsynlegt að uppfylla hljóðflokk C. Sjá gr. 11.1.3 í byggingar...

nánar >>

27.09.16

Námskeið á haustönn 2016

Búið er að tímasetja námskeið Staðla-ráðs á haustönn. Á vef Staðlaráðs, stadlar.is, er hægt að setja nafn og tölvupóst á póstlista og fá tilkynningu þegar skráning hefst á hvert námskeið um sig. Sjá hér >>

Sérstök athygli er vakin á nýju námskeiði um áhættustjórnun með hliðsjón af staðlinum ISO 31000, sem verður í desember.

29. september:

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun

MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/I...

nánar >>

27.09.16

Væntanlegar þýðingar á stöðlum

Á vegum Staðlaráðs er jafnan unnið að íslenskum þýðingum á einstaka stöðlum. Þar eru mest áberandi alþjóðlegir staðlar sem gerðir hafa verið að íslenskum stöðlum, eða til stendur að gera að íslenskum stöðlum. Þess eru einnig dæmi að séríslenskir staðlar séu þýddir á ensku.
Væntanlegar þýðingar

Þýðingar um sértæk efni eru tímafrekar og erfitt getur reynst að áætla nákvæmlega hve langan tíma þær taka. Þýðingar á eftirtöldum stöðlum munu þó væntanlega verða gefnar út um eða upp úr næstu áramótum:

  • ÍST INSTA 800 Gæði ræstinga - Kerfi fyrir mat og flokkun á gæðum ræstinga
  • ÍST EN ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur
  • ÍST EN ISO 9000 Gæðastjórnunarkerfi - Grunnatriði og íðorðasafn
  • nánar >>

27.09.16

Mannabreytingar - Einn kemur þá annar fer

Sigurður Sigurðarson, sem unnið hefur hjá Staðlaráði Íslands um langt árabil, hefur látið af störfum. Við starfi hans tók Guðmundur Valsson, verkfræðingur. Guðmundur hefur með höndum starf ritara Rafstaðlaráðs, Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni og fleiri verkefni. Staðlaráð þakkar Sigurði langa samfylgd og býður Guðmund velkominn í hópinn.   Gudmundur Valsson
Guðmundur Valsson.

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja