Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

28.07.16

Ráðherra í heimsókn

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra, heimsótti Staðlaráð á dögunum. Ráðherrann kynnti sér starfsemi Staðlaráðs ásamt ráðuneytisfólki. Heimsóknin var mjög ánægjuleg.

Að heimsókn lokinni var Ragnheiður leyst út með gjöf frá Staðlaráði, staðli um samfélagslega ábyrgð. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, afhenti ráðherranum staðalinn, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Um er að ræða alþjóðlegan staðal sem þýddur var á íslensku og staðfestur sem íslenskur staðall. Heiti hans er ÍST ISO 26000:2010 L...

nánar >>

09.06.16

Námskeið á haustönn 2016

29. september:

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - Lykilatriði, uppbygging og notkun

MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. - Sjá nánar >>

 

13. október:

ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun

Markmið námskeiðsins er að þátttakend...

nánar >>

31.05.16

Ársfundur og vinnufundur tækninefndar Alþjóðlegu staðlasamtakanna (ISO) á Íslandi

Ein af tækninefndum Alþjóðlegu staðlasamtakanna (ISO) hélt ársfund sinn ásamt vinnuhópafundum í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju dagana 24. - 26. maí.

Um er að ræða undirnefnd SC1 undir ISO Tækninefnd 8 (TC8) sem setur alþjóðastaðla um tæknibúnað í skipum. SC1 vinnur alþjóðastaðla um allt er varðar björgunarbúnað og eldvarnir í skipum.

Sjobjorgun

Fundinn sátu 24 erlendir þátttakendur, m.a. frá Kína, Japan, Bandaríkjunum, og Evrópu. Frá Íslandi voru Björgvin Þór Steinsson fyrir hönd Skipstjórnarskóla Tækniskólans og Pétur Th. Pétursson framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf....

nánar >>

20.05.16

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs 2016

Fundurinn var haldinn 10. maí 2016 í húsi Verk- og Tæknifræðinga að Engjateigi 9, í Reykjavík. Að loknum aðalfundi var haldinn kynningar- og fræðslufundur Byggingarstaðlaráðs. 

Steindór Guðmundsson hjá Verkís fjallaði um nýja útgáfu ÍST 45 Hljóðvist - Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Benedikt Jónsson hjá Mannvirkjastofnun flutti erindi um val byggingarefna og CE-merkingar. Eftir kaffihlé svaraði Guðmundur Gunnarsson hjá Mannvirkjastofnun þeirri spurningu hvort svalir væru nauðsynlegar á íbúðarhúsnæði og Hafsteinn Pálsson hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fór yfir nýjungar í byggingarreglugerð.

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja