Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

31.05.18

Staðlar bæta heiminn - Efnahagslega áhrif staðla

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum staðla á norrænt efnahagslíf sýna að notkun staðla hefur stuðlað að 38% framleiðniaukningu og 28% aukningu landsframleiðslu á Norður-löndunum á árunum 1976-2014. Að meðaltali hafa staðlar því stuðlað að 0,7% framleiðniaukningu á ári, svo áratugum skiptir, þar sem notkun þeirra straumlínulagar ferla, bætir aðgang að nýjum mörkuðum og auðveldar áhættustjórnun.

Mikill meirihluti þeirra tæplega 1200 fyrirtækja sem tóku þátt í rannsókninni notar staðla til að uppfylla kröfur laga og reglugerða og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ítarlegar niðurstöður rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Staðlaráðs, nánar >>

30.05.18

ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf

Þann 15. maí síðastliðinn kom út endurskoðuð útgáfa af staðlinum ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf. Eldri staðall er frá árinu 1992 og var fyrsta útgáfa íslensks staðals sem lagði línurnar um samningsskilmála milli verkkaupa og ráðgjafa um hönnun og ráðgjöf. Endurskoðun staðalsins var tímabær.

Helstu breytingar
Miklar breytingar hafa orðið á flestum sviðum síðan 1992, eins og gefur að skilja. Þar á meðal breytingar á aðferðum og hugtakanotkun. Nokkur atriði taka breytingum í nýrri útgáfu og eru þessi helst:

 • Einn staðall tekur til samninga eftir útboð og án útboðs
 • Gildissvið staðalsins e...

  nánar >>

  30.05.18

  ISO/IEC TR 27103 - Ný tækniskýrsla um netvá og nokkur orð um þýðingar

  Út er komin ný tækniskýrsla um varnir og viðbrögð við netvá í ISO/IEC 27000-staðlaröðinni. Tæknikýrslan heitir ISO/IEC TR 27103:2018 Information technology - Security techniques - Cyber-security and ISO and IEC Standards. Þar er meðal annars lögð áhersla á áhættumat, að hægt sé að meta breytingar yfir tímabil og þannig virði þeirra fjárfestinga sem sérstaklega eru ætlaðar til að draga úr áhættu. Mikilvægt er að miðlun upp-lýsinga, sem oft eru tæknilegar, sé vel útfærð og réttar boðleiðir skilgreindar. Gera má ráð fyrir auknum kröfum um miðlun upplýsinga um öryggisatvik, ekki bara innan skipu-lagsheildarinnar heldur einnig um miðlun til ytri hagsmunaaðila.

  <...

  nánar >>

  30.05.18

  Boð um þátttöku í tækninefnd um API

  Vilt þú taka þátt í starfi nýrrar tækninefndar um API-framleiðslu banka? Íslensku bankarnir ásamt Reiknistofu bankanna, Seðlabanka Íslands, hugbúnaðarfyrirtækjum, innheimtufyrirtækjum, fjártæknifyrirtækjum og fleiri hagsmunaaðilum hafa tekið höndum saman á vettvangi Staðlaráðs Íslands um það, hvernig bankarnir skuli haga smíði nýju skilflatanna (API) í tengslum við opið bankaumhverfi framtíðarinnar (e. Open banking).

  Tilgangurinn er að setja nokkurs konar umferðarreglur í þessari nýju veröld og lágmarka umsýslukostnað allra sem málið varðar. Nefndin mun fyrst um sinn leggja áherslu á skilfleti tengda PSD2 og tryggja samræmda notkun á ISO 20022 staðlinum hérlendis með hliðsjón af notkun hans í Evrópu.
  nánar >>

  16.05.18

  Nýr staðall - ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf

  Þann 15. maí síðastliðinn kom út endurskoðuð útgáfa af staðlinum ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf. Eldri staðall er frá árinu 1992 og var fyrsta útgáfa íslensks staðals sem lagði línurnar um samningsskilmála milli verkkaupa og ráðgjafa um hönnun og ráðgjöf. 

  Miklar breytingar hafa orðið á flestum sviðum síðan 1992, eins og gefur að skilja. Þar á meðal breytingar á aðferðum og hugtakanotkun. Annað sem þrýsti á um endurskoðun staðalsins, sérstaklega frá hendi ráðgjafa, var að verkfræðistofur fóru að vinna að verkefnum erlendis og kynntust þá öðru og nýrra staðlaumhverfi.

  Rögnvaldur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, mun fjalla um helstu breytingar sem orðnar er...

  nánar >>

  Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

  Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

  Nánari upplýsingar

  Samþykkja