Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

19.11.18

Gæðastjórnunarkerfi fyrir menntastofnanir

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs íslands, skrifar aðsenda grein í nóvemberhefti Skólavörðunnar, tímarit Kennarasambands Íslands. Þar segir meðal annars:

ISO 21001:2018 skilgreinir hlutverk stjórnenda, auðveldar þeim að viðhalda áherslu á þörfum nemenda og greina áhættu og möguleika í skólastarfinu. Einnig gefur hann leiðbeiningar um það hvernig stefna er þróuð og mótuð og um áætlanagerð. Í honum eru sömuleiðis leiðbeiningar um samskipti við birgja og þjónustuveitendur utan stofnunar. Þá gera gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 21001:2018 ráð fyrir reglubundnu árangursmati og endurskoðun á ferlum í þeim tilgangi að leita stöðugt tækifæra ...

nánar >>

15.11.18

Kíló konungur settur af

Le grand K

Le grand K er með reglulegu millibili tekinn fram með viðhöfn, þveginn og strokinn með mjúkum geitaskinnsklút vættum í alkóhóli og tvíeimuðu vatni

Franska byltingin steypti kóngum og aðli en lyfti öðrum á stall. Metrakerfið er skilgetið afkvæmi byltingarinnar og var tekið upp á alþjóðavísu með undirritun samnings 17 þjóða í París árið 1875 (Convention du Métre). Þaðan er sprottið SI-kerfið, sem svo er kallað, hið alþjóðlega kerfi mælieininga. S...

nánar >>

14.10.18

Staðlar létta þér lífið - Alþjóðlegi staðladagurinn

Í dag, 14. október, er hinn alþjóðlegi staðladagur. Í ár er hann tileinkaður fjórðu iðnbyltingunni. Staðlar eru eins og "maðurinn á bak við tjöldin" sem passar upp á að allt virki, að kerfi tali saman, kemur í veg fyrir að mistök séu gerð, gætir öryggis og að allt smelli eins og flís við rass. Það er nefnilega engin tilviljun hvað margt af því sem við notum dags daglega virkar ótrúlega vel; snjallsímarnir, heimabankarnir, ökutæki og tölvukerfi. Það er heldur engin tilviljun að metrinn er alls staðar jafn langur og að prentarar eru framleiddir fyrir staðlaðar stærðir af pappír. Það er ekki ofmat að daglegt líf okkar væri mun dramatískara og erfiðara ef ekki væri fyrir staðla.

nánar >>

17.08.18

ÍST 200 - Nemendur fá gjaldfrían aðgang

 

Þann 15. ágúst gerðu Staðlaráð Íslands og RAFMENNT með sér samning sem auðveldar nemendum og kennurum verkmenntaskóla í rafiðnum aðgang að staðlinum ÍST 200 Raflagnir bygginga.

Í samningnum felst að RAFMENNT greiðir fyrir rafrænan aðgang nemenda og kennara að staðlinum. Aðgangurinn er í gegnum vefsíðu og byggist á notandanafni og lykilorði, og varir meðan nemandi þarf á staðlinum að halda í námi sínu.

nemendaadgangur ist200 Helga Gudval 
Helga Sigrún Harðardóttir, fra...

nánar >>

31.05.18

ÍST ISO 15489-1 - Nýr íslenskur staðall um upplýsingar og skjalastjórn

Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um skjala-stjórn, ISO 15489 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn, hlutar 1 og 2, tók gildi 2001. Hann var þýddur og gefinn út sem íslenskur staðall 2005. Nú hafa báðir hlutar staðalsins frá 2001 verið felldir úr gildi og ný útgafa verið gerð að íslenskum staðli.

Áherslur í nýju útgáfunni
Ný og endurskoðuð útgáfa af fyrri hlutanum tók gildi sem alþjóðlegur staðall árið 2016. Þann 15. maí síðastliðinn tók nýja útgáfan gildi sem íslenskur staðall, ÍST ISO 15489-1:2016 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn - 1. hluti: hugmyndir og meginreglur. Ástæður þess að talið var nauðsynlegt...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja