Nýjustu fréttir

Staðlaráð gefur út fréttabréfið Staðlamál tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hægt er að óska eftir ókeypis áskrift að Staðlamálum  hér >>

Staðlapósturinn - rafrænt fréttabréf Staðlaráðs er sent út um það bil einu sinni í mánuði. Þú getur gerst áskrifandi  að Staðlapóstinum hér >>

30.05.18

Boð um þátttöku í tækninefnd um API

Vilt þú taka þátt í starfi nýrrar tækninefndar um API-framleiðslu banka? Íslensku bankarnir ásamt Reiknistofu bankanna, Seðlabanka Íslands, hugbúnaðarfyrirtækjum, innheimtufyrirtækjum, fjártæknifyrirtækjum og fleiri hagsmunaaðilum hafa tekið höndum saman á vettvangi Staðlaráðs Íslands um það, hvernig bankarnir skuli haga smíði nýju skilflatanna (API) í tengslum við opið bankaumhverfi framtíðarinnar (e. Open banking).

Tilgangurinn er að setja nokkurs konar umferðarreglur í þessari nýju veröld og lágmarka umsýslukostnað allra sem málið varðar. Nefndin mun fyrst um sinn leggja áherslu á skilfleti tengda PSD2 og tryggja samræmda notkun á ISO 20022 staðlinum hérlendis með hliðsjón af notkun hans í Evrópu.
nánar >>

16.05.18

Nýr staðall - ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf

Þann 15. maí síðastliðinn kom út endurskoðuð útgáfa af staðlinum ÍST 35 Samningsskilmálar um hönnun og ráðgjöf. Eldri staðall er frá árinu 1992 og var fyrsta útgáfa íslensks staðals sem lagði línurnar um samningsskilmála milli verkkaupa og ráðgjafa um hönnun og ráðgjöf. 

Miklar breytingar hafa orðið á flestum sviðum síðan 1992, eins og gefur að skilja. Þar á meðal breytingar á aðferðum og hugtakanotkun. Annað sem þrýsti á um endurskoðun staðalsins, sérstaklega frá hendi ráðgjafa, var að verkfræðistofur fóru að vinna að verkefnum erlendis og kynntust þá öðru og nýrra staðlaumhverfi.

Rögnvaldur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, mun fjalla um helstu breytingar sem orðnar er...

nánar >>

16.05.18

Staðall um upplýsingar og skjalastjórn í íslenskri þýðingu

Fyrsti alþjóðlegi staðallinn um skjalastjórn, ISO 15489 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn, hlutar 1 og 2 - Almenn atriði og Leiðbeiningar, tók gildi 2001. Hann var þýddur og gefinn út sem íslenskur staðall 2005. Nú hafa báðir hlutar staðalsins frá 2001 verið felldir úr gildi og ný útgafa verið gerð að íslenskum staðli.

Ný og endurskoðuð útgáfa af fyrri hlutanum tók gildi sem alþjóðlegur staðall árið 2016. Þann 15. maí síðastliðinn tók nýja útgáfan gildi sem íslenskur staðall, ÍST ISO 15489-1:2016 Upplýsingar og skjalfesting - skjalastjórn - 1. Hluti: hugmyndir og meginreglur.

Ástæður þess að talið var nau...

nánar >>

04.01.18

Morgunverðarfundur og vinnustofa með Nigel Croft

ISO 9001:2015 - what instead of how!

Dokkan verður með spennandi morgunverðarfund og vinnustofu um ISO 9001:2015 þann 23. janúar næstkomandi. Þeim til aðstoðar verður Dr. Nigel Croft, en hann var síðast hér að landi í október 2016.

Dr. Nigel Croft hefur í rúm 20 ár verið virkur í starfi Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO við þróun staðla um gæðastjórnun. Frá 2010 hefur Dr. Croft verið formaður nefndar um ISO/TC176/SC2 sem ber meginábyrgð á ISO 9001 staðlinum.

Nánari upplýsingar >>

nánar >>

15.01.18

Gjaldfrjáls lesaðgangur að ÍST 85 í lok janúar

Samkvæmt samningi Staðlaráðs og velferðarráðuneytis, dags. 10. nóvember 2017, verður ÍST 85, staðall um jafnlaunakerfi, gerður aðgengilegur á Íslandi með gjaldfrjálsum lesaðgangi á vefnum ist85.is.

Unnið er að lokayfirferð á vefsíðunni í samvinnu við ráðuneytið þessa dagana. Dagsetning opnunar síðunnar ræðst af framgangi þeirrar vinnu en stefnt er að því að vefurinn opni í lok janúar.

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja