Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

16.11.20

Áhættustjórnun, stjórnun tækifæra

Áhættustjórnunarstaðallinn ISO 31000 Risk Management - Principles and guidelines inniheldur safn skilgreininga, hugtaka, meginreglna og leiðbeininga fyrir skilvirka áhættustjórnun. Staðlinum má beita fyrir allar tegundir áhættu í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal við ákvarðanatöku á öllum stigum og sviðum starfseminnar.

ISO 31000

ISO 31000 er ekki kröfustaðall heldur hugsaður til að falla að stjórnunarkerfum sem fyrir eru, eins og til dæmis gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001. Innleiðing staðalsins er því sniðin að hverju og einu fyrirtæki og þörfum þess.

Fjarnámskeið
Staðlaráð mun hal...

nánar >>

11.11.20

Hvernig getur íslenskt atvinnulíf sparað 40.000.000.000 ISK?

Á morgun, fimmtudag 12. nóvember, fer fram morgunfundur á vegum Icepro, Staðlaráðs Íslands og Unimaze. Fundurinn ber yfirskriftina: "Skilvirkari útgáfa reikninga, aukið hagræði - Ísland í fararbroddi í Evrópu".

Þar verður fjallað um ávinning og hagræði í tengslum við einföldun í viðskiptum á milli fyrirtækja. Hvernig rafrænir reikningar geta sparað stórum og smáum fyrirtækjum verulegar upphæðir - hver vill ekki vera með í því?

Fundurinn fer fram fram á Zoom. Hlekkur á fundinn hér hér >>

Ísland er í fararbroddi í Evrópu í innleiðingu á rafrænum reikningum en þó má...

nánar >>

09.11.20

Framkvæmd almennra kosninga og gæðastjórnunarkerfi

Frjálsar og óvilhallar kosningar eru grundvallarþáttur í lýðræðisskipulagi. Að greiða atkvæði er grundvallarréttur hvers borgara. Til að tryggja þetta tvennt þarf trausta stjórnun við framkvæmd kosninga.

iso_ts_54001

Nýlega kom út hjá Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO tækniforskriftin ISO/TS 54001 Quality management systems - Particular requirements for the application of ISO 9001:2015 for electoral organizations at all levels of government.

Eins og heitið gefur til kynna tiltekur tækniforskriftin sértækar kröfur svo beita megi gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015 við framkvæmd almennra kosninga á öllum stjórns...

nánar >>

03.11.20

Nýr íslenskur staðall um heilbrigði og öryggi á vinnustað

IST ISO 45001

Alþjóðlegur staðall um heilbrigði og öryggi á vinnustað hefur verið staðfestur sem íslenskur staðall og gefinn út í íslenskri þýðingu. Fullt heiti íslensku útgáfunnar er ÍST ISO 45001:2018 Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun. Texti staðalsins er bæði á íslensku og ensku.

Staðallinn er byggður upp eins og aðrir alþjóðlegir stjórnunarkerfistaðlar á borð við til dæmis ISO 9001, I...

nánar >>

18.11.20

Fyrir margskonar úttektir - ISO 19011

Staðallinn ISO 19011 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa er handhægt verkfæri sem gerir stjórnendum og starfsfólki kleift að taka út og meta á skipulagðan hátt afmörkuð verkferli og stjórnunarkerfi fyrirtækis eða stofnunar í heild. Staðallinn tilgreinir allt sem þarf til að meta árangur tiltekins stjórnunarkerfis og hvernig það uppfyllir settar kröfur.

ISO 19011

Innri úttektir á stjórnunarkerfum eða einstökum verkferlum innan þeirra gefa ekki aðeins skýra mynd af því hvort og hvernig þau skila því sem til er ætlast. Úttektarferlið leiðir...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja