Vernd persónuupplýsinga – Hagnýtar aðferðir samkvæmt ISO/IEC 27701

ATH! Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19. Hugsanlega verður það haldið í maí en mögulega ekki fyrr en í haust. - Hægt er að skrá sig og fá tilkynningu þegar dagsetning hefur verið ákveðin (sjá neðar).

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir uppbyggingu og samhengi staðalsins ISO/IEC 27701 og beitt honum á hagnýtan hátt við að uppfylla kröfur laga og reglna um vernd persónuupplýsinga.

Úskýrðar eru hagnýtar aðferðir við að uppfylla kröfur laga og reglna um persónuvernd með stýringum í staðlinum ISO/IEC 27701.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja vinna á skipulegan hátt við að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga og reglugerðar ESB um persónuvernd, GDPR. Þekking á staðlinum ISO/IEC 27002 er til bóta en ekki nauðsyn.


Leiðbeinandi: Marinó G. Njálsson,  tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis.


Staðallinn* er fáanlegur hjá Staðlaráði:

  • ISO/IEC 27701 Security techniques - Extension to ISO/IEC 27001 and ISO/IEC 27002 for privacy information management - Requirements and guidelines

*Þátttakendur þurfa að hafa staðalinn með sér. Hægt er að fá hann lánaðan meðan á námskeiði stendur. Skráðir þátttakendur geta haft samband við Staðlaráð og fengið 20% afslátt af staðlinum.


Dagskrá (skráning, sjá neðar) 

kl.  
09:00-09:30 Kynning og inngangur
09:30-10:15 Persónuverndarreglugerð ESB nr. 679/2016 - Helstu öryggiskröfur
10:15-10:30 Kaffihlé
10:30-12:00 Áhrif ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002
12:00-13:00 Hádegishlé
13:00-14:00 Áhrif ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002 (framh.)
14:00-15:00 Viðbótarstýringar - Leiðbeiningar fyrir ábyrgðaraðila
15:00-15:15 Kaffihlé
15:15-16:15

Viðbótarstýringar - Leiðbeiningar fyrir vinnsluaðila 

16:15-16:45

Notkun viðauka

16:45 Samantekt - Námskeiði slitið

 

Dagsetning og tími: Vor eða haust 2020 (skráning, sjá neðar)
Staður: Staðlaráð Íslands, Þórunnartúni 2, Reykjavík
Verð: 59.000 kr.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Leiðbeinandi:

14 manns.

Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis.

Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Þú getur skráð þig á póstlista og fengið tilkynningu þegar skráning hefst á næsta námskeið. Póstlistinn er hér >>  


 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja