ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun (yfirstaðið)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig hægt er að beita þeim við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi.

Auk þess að skýra uppbyggingu staðlanna, notkun og kröfurnar í ISO 9001:2015, verður farið yfir tengsl staðlanna og gæðastjórnunarkerfis samkvæmt ISO 9001. Þátttakendur leysa hópverkefni í gerð verklagsreglna.

ATH! Þeir sem sækja námskeiðið þurfa að hafa staðalinn ISO 9001:2015 með sér. Einnig er hægt að fá staðalinn lánaðan hjá Staðlaráði meðan á námskeiði stendur. Skráðir þátttakendur geta haft samband við Staðlaráð og fengið 20% afslátt af staðlinum.

 Dagskrá 2. október 2019 (Skráning, sjá neðar)

kl.  
08:30 Gæðastjórnun - Tengsl gæðastjórnunarkerfis og ISO 9000
09:10-09:20 hlé
09:20-10:00 Uppbygging og áherslur
10:00-10:20 Kaffi
10:20-11:00 Kröfurnar í ISO 9001
11:00-11:10 hlé
11:10-11:50 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
11:50-12:35 Hádegisverður
12:35-13:05 Verkefnavinna
13:05-13:25 Kynning á niðurstöðum verkefna
13:25-13:35 hlé
13:35-14:15 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
14:15-14:25 hlé
14:25-15:15 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
15:15-15:30 Umræður og samantekt - Námskeiði slitið

 

Dagsetning og tími: 2. október 2019 (skráning, sjá neðar)
Staður: Staðlaráð Íslands, Skúlatúni 2.
Verð: 51.000 kr.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Leiðbeinandi:

14 manns

Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur

Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Þú getur skráð þig á póstlista og fengið tilkynningu þegar skráning hefst á næsta námskeið. Póstlistinn er hér >>  

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja