Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000 (yfirstaðið)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og kunni að beita staðlinum við að koma á ramma fyrir áhættustjórnun og gera áhættumat. - Lögð er áhersla á áhættustjórnun sem hluta stjórnunarkerfis, til dæmis samkvæmt ISO 9001.

Auk þess að fjalla um uppbyggingu og áherslur ISO 31000 og notkun staðalsins við gerð áhættumats er farið yfir tengsl hans við staðalinn ISO 31010. Verkefnavinna.

 ATH! Þeir sem sækja námskeiðið þurfa að hafa staðalinn ISO 31000* með sér. Einnig er hægt að fá staðalinn lánaðan hjá Staðlaráði meðan á námskeiði stendur. Skráðir þátttakendur geta haft samband við Staðlaráð og fengið 20% afslátt af staðlinum.

* Staðallinn er á ensku. 

Dagskrá 11. apríl 2019 (Skráning, sjá neðar)

kl.  
08:30-09:10 Uppbygging og áherslur ISO 31000
09:10-09:15 hlé
09:15-09:55 Meginreglur
09:55-10:10 Kaffi
10:10-10:50 Verkefni A: Meginreglur
10:50-11:30 Ramminn
11:30-11:50 Verkefni B: Ramminn
11:50-12:35 Hádegisverður
12:35-12:45 Verkefni B: Ramminn (framh.)
12:45-13:35 Ferlið
13:35-14:15 Dæmisaga
14:15-14:20 hlé
14:20-15:10 Verkefni C: Áhættumat
   
15:10-15:30 Umræður og samantekt - Námskeiði slitið

 

Dagsetning og tími: Vorönn 2020 (skráning, sjá neðar)
Staður: Staðlaráð Íslands, Þórunnartúni 2.
Verð: 53.000 kr.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Leiðbeinandi:

14 manns

Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur

Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Þú getur skráð þig á póstlista og fengið tilkynningu þegar skráning hefst á næsta námskeið. Póstlistinn er hér >>  


Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja