Kortanúmer

Persónukort

Allir sem gefa út persónukort hvers konar og vilja ekki að númer þeirra rekist á við önnur kortanúmer þurfa að fá útgefendanúmer samkvæmt íslenska staðlinum ÍST EN ISO/IEC 7812-1. Fagráð í upplýsingatækni sér um skráninguna og heldur utan um kerfið fyrir hönd Staðlaráðs Íslands. Skráning útgefandanúmers kostar 50.000 krónur auk vsk.

Númerakerfið og skráningarreglur eru í samræmi við áðurnefndan staðal, ÍST EN ISO/IEC 7812-1. Fyrstu átta stafir innanlandskortanúmers auðkenna útgefanda. Fyrsti stafur númersins er 9, næst kemur 352 fyrir Ísland, þá flokkunartala sem segir til um atvinnugrein og loks þriggja stafa tala sem fagráðið úthlutar útgefanda kortsins. Á eftir útgefandanúmerinu kemur allt að 10 stafa númer sem útgefandi úthlutar korthafa. Kortanúmerið endar loks alltaf á vartölu sem er reiknuð samkvæmt fyrrgreindum staðli.

Umsókn um kortanúmer fyrir persónukort

Til að sækja um kortanúmer er handhægast er að fylla út "Umsókn um íslenskt útgefendanúmer fyrir persónukort" og senda til Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík. Umsóknir skal stíla á Helgu Sigrúnu Harðardóttur, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Íslenskt útgefendanúmer fyrir persónukort

Sækja umsóknareyðublað

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja