Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Leiðarvísir 17 - Leiðbeiningar um gerð staðla með hliðsjón af þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (LMF)

Skjalið er ætlað til leiðbeiningar þeim sem koma að gerð staðla. Þar er að finna ráðgjöf og tilmæli um hvernig taka skuli mið af þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja við samningu staðla. 

Sækja Leiðarvísi 17 >>

 

Upplýsingar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC

Á heimasíðu staðlasamtakanna má finna hagnýt verkfæri og upplýsingar um hvernig fyrirtæki geta bætt hag sinn með notkun staðla og tekið virkan þátt í evrópsku staðlastarfi.

Sjá nánar >>

 

Þátttaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja í staðlastarfi

Til að tryggja að staðlar mæti þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja er nauðsynlegt að þau fái upplýsingar um vinnu við gerð staðla og að hagsmuna þeirra sé gætt við þróun, ritun og endurskoðun staðla. Staðlastofnanir og samtök í atvinnulífi - sérstaklega þau sem eru í forsvari fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki - gegna þar mikilvægu hlutverki.

Eftirfarandi bæklingur fjallar um hvernig samtök í atvinnulífi og staðlastofnanir geta aðstoðað við að vekja lítil og meðalstór fyrirtæki til vitundar um staðla, útvegað þeim viðeigandi upplýsingar og stuðlað að þátttöku þeirra í staðlastarfi.

Sækja bækling >>

 

Ráðstefna um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í staðlastarfi

Staðlaráð Íslands, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og evrópsku staðlasamtökin CEN og CENELEC, hélt ráðstefnu um hagmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í tengslum við staðla og stöðlun. Yfirskrift ráðstefnunnar var:

Hvernig hagnast fyrirtæki á stöðlum?- Reynslusögur úr íslenskum fyrirtækjum af notkun staðla og þátttöku í staðlastarfi.

Gerður var úrdráttur úr framsögum sem fluttar voru á ráðstefnunni (á ensku). Sjá hér >>

 

Norrænt samstarfsverkefni um þarfir lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Landstaðlastofnanir Íslands, Danmerkur og Noregs unnu sameiginlega að verkefni sem miðaði að því að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgengi að staðlastarfi og að nota staðla. Verkefnið var styrkt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og unnið samhliða tengdu verkefni á vegum evrópsku staðlasamtakanna CEN og CENELEC.

Í tengslum við verkefnið hélt Staðlaráð Íslands, í samvinnu við Samtök Iðnaðarins og valin fyrirtæki, vinnustofuna Betra aðgengi að stöðlum.

Helstu niðurstöður vinnustofunnar >>

 

CESIP

Mismunandi tæknireglur, mismunandi staðlar og mismunandi kröfur varðandi markaðsaðgang fela í sér viðskiptahindranir milli Kína og Evrópu. Með CESIP tóku stjórnvöld í Kína og Evrópu sig saman um að setja upp einn afgreiðslustað fyrir upplýsingar um markaðsaðgang. Sjá nánar hér >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja