2. Ferli CE-merkingar

Huga ætti að CE-merkingu strax á hönnunarstigi vöru. CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilteknum Evróputilskipunum, svokölluðum nýaðferðartilskipunum. Sá sem telur sig fullnægja öllum ákvæðum allra slíkra tilskipana, sem vöru hans varða, hefur leyfi til að auðkenna vöruna með stöfunum CE. CE-merking tiltekinnar vöru er þannig ekki eingöngu yfirlýsing um að varan sé í samræmi við ákveðna tilskipun heldur sérhverja nýaðferðartilskipun sem gæti átt við vöruna. Slík auðkenning er skilyrði fyrir markaðssetningu þeirra vöruflokka sem tilskipanirnar ná yfir. CE-merki má eingöngu nota til að gefa til kynna samræmi við nýaðferðartilskipanir en ekki eldri tæknilegar tilskipanir sem eru enn í gildi.

Til að uppfylla kröfur tilskipana ætti framleiðandi að:

 • Finna út hvaða tilskipun eða tilskipanir eiga við

 • Gera áætlun um framgang CE-merkingarinnar

 • Finna út hvaða samhæfðu staðlar eiga við

 • Ákveða hvernig eigi að tryggja að kröfur í stöðlum séu uppfylltar

 • Ganga úr skugga um að varan uppfylli tilskipun með því að notast við virkt verklag, fyrirliggjandi gögn og prófunarniðurstöður

 • Þegar aðstoð tilnefnds aðila á við, ganga úr skugga um að rétt verklag sé viðhaft til að tryggja samræmi við tilskipun og að aðgerðum í gæðamálum sé framfylgt.

 • Tryggja að nauðsynleg þjálfun sé veitt

 • Tilnefna starfsmann sem sér um að framfylgja því verklagi sem ákveðið hefur verið hvað varðar tilskipunina, samræmismat, tæknileg gögn og samræmisyfirlýsingu

 • Gera samræmisyfirlýsingu sem inniheldur allar tilgreindar upplýsingar

 • Ganga úr skugga um að framleiðsluferlið skili eingöngu vörum sem eru í samræmi við tæknileg gögn

 • Setjið CE merkið á

 

2.1. Aferð við að CE-merkja vöru

 

Til baka í efnisyfirlit

Svona er CE-merkið útfært

CE merkið

Ef CE-merkið er stækkað eða minnkað skal halda sömu hlutföllum.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja