Fagstaðlaráð í upplýsingatækni

Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) er vettvangur stöðlunar og samræmingar á sviði upplýsingatækni og starfar í umboði stjórnar Staðlaráðs Íslands í samræmi við starfsreglur þess um fag­staðla­ráð.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson í síma 520 7150 eða í gegnum tölvupóst, gudval@stadlar.is.

Tolvustrakar_horfa_inn

 

Viltu hafa áhrif á gerð íslenskra staðla?

Þú getur haft áhrif á þróun staðla í upplýsingatækni á Íslandi með því að taka þátt í tækninefndum FUT. 

Yfir 200 manns starfa í 10 tækninefndum FUT. Nefndirnar eru að vinna að margvíslegum stöðlunarverkefnum. Dæmi:

  • Rafrænn reikningur
  • Rafræn pöntun
  • Rafrænn vörulisti
  • Rafrænt yfirlit
  • Sambankaskema
  • Kröfur til dreifilyklaskipulags
  • Innihald skilríkja
  • Móttökufyrirmæli
  • Flutningsfyrirmæli
  • Samskipti posa/miðlægs þjóns við móttökubúnað hjá færsluhirði eða þjónustu-/vinnsluaðila hans


Viltu hafa áhrif á þróun erlendra staðla?

Staðlaráð er fulltrúi Íslands í evrópsku staðlasamtökunum CEN, CENELEC og ETSI, í alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO og IEC. Með því að gerast aðili að Staðlaráði / FUT getur þú fylgst með og tekið þátt í fjölbreytilegu staðlasamstafi og haft bein áhrif á gerð alþjóðlegra og fjölþjóðlegra staðla. 

Staðlar gegna lykilhlutverki í útbreiðslu tækninýjunga og bættra vinnuferla. Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi stuðla almennt að aukinni hagsæld og hafa jafnframt beinan ávinning af þátttöku sinni.

Nýjar tækniforskriftir - Útgáfudagur 8. febrúar 2013

Búið er að gefa út tækniforskriftirnar TS136 Rafrænn reikningur skv. BII04 og TS137 Rafrænt reikningaferli skv. BII05 (kreditreikningur). Hægt er að fá nánari upplýsingar sækja tækniforskriftirnar ásamt fylgiskjölum hér >> 

Sækja rafrænar tækniforskriftir >>

Athugið! TS135 Tækniforskrift fyrir einfaldan rafrænan reikning skv. NES umgjörð 4, er fallin úr gildi. TS136 Rafrænn reikningur skv. BII04 kemur í hennar stað.

FUT  er á facebook 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja