Fagstaðlaráð í fiskimálum

Fagstaðlaráð í fiskimálum (FIF) starfar sem fagstaðlaráð í umboði stjórnar Staðlaráðs Íslands. FIF er vettvangur stöðlunar á sviði fiskveiða og fiskeldis og er hlutverk þess meðal annars:

  • Umsjón stöðlunarvinnu á fagsviðinu
  • Samræming og frumkvæði í stöðlunarvinnu á fagsviðinu
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
Fif _sjomadur

Helsta verkefni FIF frá stofnun þess hefur verið þátttaka í alþjóðlegu tækninefndinni ISO/TC 234 Fisheries and aquaculture.

Framkvæmdaráð Fagstaðlaráðs í fiskimálum skipa:
  • Finnur Garðarsson, Ábyrgum fiskveiðum, formaður

  • Axel Helgason, Landssambandi smábátaeigenda

  • Ásta Einarsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

  • Björn Margeirsson, Sæplasti

  • Guðbergur Rúnarsson, Landssambandi fiskeldisstöðva

  • Kristján Þórarinsson, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Aðild að FIF er opin öllum hagsmunaaðilum.

Ritari Fagstaðlaráðs í fiskimálum er Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, og veitir hún allar frekari upplýsingar um störf FIF.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja