Tækninefndir og verkefni

Erlendar tækninefndir

Fjölmargar tækninefndir á sviðið byggingariðnaðar starfa á vegum evrópsku staðlasamtakanna CEN. Yfirlit yfir tækninefndirnar og verkefni þeirra má finna á eftirfarandi slóð.

Verkefni

 

ÍST 45:2011 Hljóðvist - Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Endurskoðun ÍST 45:2011 Hljóðvist - Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Verið er að aðalaga íslenska staðalinn að breytingum sem gerðar hafa verið í nágrannalöndunum. Einnig er tekið mið af reynslu við notkun staðalsins frá því hann kom út.

 

ÍST 67:2013 Vatnslagnir

Endurskoðun ÍST 67:2003 Vatnslagnir er nú lokið og tók endurskoðaður staðall gildi í nóvember 2013. Staðallinn birtir íslensk ákvæði við danska staðalinn DS 439:2000 um sama efni. Þar sem komin er út ný útgáfa af danska staðlinum er endurskoðun og samræming ÍST 67 nauðsynleg.


ÍST 68:2013 Frárennslislagnir

Endurskoðun ÍST 68:2003 Frárennslislagnir er nú lokið og tók endurskoðaður staðall gildi í nóvember 2013. Staðallinn birtir íslensk ákvæði við danska staðalinn DS 432:2000 um sama efni. Þar sem komin er út ný útgáfa af danska staðlinum var endurskoðun og samræming ÍST 68 nauðsynleg.

Gerð íslenskra fylgistaðla fyrir malbik

Fylgistaðallinn ÍST 75:2013 Framleiðsla á malbiki tók gildi í desember sl. Staðallinn er fylgistaðall með tilteknum Evrópustöðlum þar sem tilgreindar verði kröfur um prófunaraðferðir sem tengjast CE- merkingum og vottunum. Hér er um að ræða leiðbeinandi val á leiðum sem þegar finnast í gildandi Evrópustaðli.

Gerð íslenskra fylgistaðla fyrir steinefni

Fylgistaðallinn ÍST 76:2013 Framleiðsla á steinefnum tók gildi í desember sl. Staðallinn er fylgistaðall með tilteknum Evrópustöðlum þar sem tilgreindar er kröfur um prófunaraðferðir sem tengjast CE-merkingum og vottunum. Hér er um að ræða leiðbeinandi val á leiðum sem þegar finnast í gildandi Evrópustöðlum.

Gerð staðals um skráningu slysa við lyftur

Frumvarp af Norræna staðalinum frÍST INSTA* 500-1:2013 Accident recording system for lifts, lifting platforms, escalators and moving walks hefur verið auglýst til umsagnar.

Staðallinn er gerður af INSTA lift group INSTA M HISS, sem samanstendur af opinberum aðilum, tilkynntum aðilum og lyftufyrirtækjum (eftirlitsaðilum, þjónustuaðilum) á Norðurlöndunum. Stefnt er að því að staðallinn verð gefinn út á öllum Norðurlöndunum: Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð

Í staðlinum eru settar upp skilgreindar aðferðir til að skrá upplýsingar um atvik, slys og næstum því slys í lyftum og rennistigum á samræmdan hátt, bæði hjá notendum og þjónustuaðilum.

*INSTA er norrænn samstarfsvettvangur um gerð samræmdra staðla á norðurlöndum. Aðilar að INSTA eru Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland.

Þýðing á staðli um meðhöndlun steypu á verkstað

Unnið er að þýðingu staðalsins ÍST EN 13670 Execution of concrete structures. Staðallinn fjallar um meðhöndlun steinsteypu á verkstað og er tilgangur verkefnisins er að gera efni um vandaða meðhöndlun steinsteypu í mannvirkjagerð aðgengilegt á íslensku. Leitað hefur verið stuðnings hjá völdum fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, stofnunum, sveitarfélögum og ráðuneytum vegna þýðingar á staðlinum . Margir hafa þegar stutt við verkefnið og verður þeirra getið í þýðingunni þegar hún kemur út.

 

Önnur verkefni

Norræn samvinna á sviði staðlagerðar

BSTR tekur þátt í norrænu samstarfsverkefni sem kallast The Nordic region as Standard Maker. Verkefninu er skipt upp í þrjú undirverkefni:

Sustainable renovation of existing buildings
Indoor Climate & voluntary classification standards
Future EU regulation on product and building declarations
Vinnuhópar um hvert viðfangsefni hafa verið stofnaðir þar sem hagsmunaðilar geta miðlað af sinni reynslu og lagt sitt af mörkum við að efla samræmingu í byggingatengdri staðlagerð á Norðurlöndum. Verkefninu var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni og stutt fjárhagslega af Norræna Nýsköpunarsjóðnum.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja