Staðlastarf

Fagstaðlaráð

bondi_horfir_inn

Innan Staðlaráðs Íslands starfa fagstaðlaráð. Aðilar að Staðlaráði geta valið að taka þátt í starfsemi eins eða fleiri fagstaðlaráða. Hlutverk fagstaðlaráða er að hafa umsjón með stöðlun á viðkomandi fagsviði, eiga frumkvæði að og samræma stöðlunarvinnu á fagsviðinu og taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi. Fagstaðlaráðin eru nú fjögur talsins.

  • Byggingarstaðlaráð (BSTR) er vettvangur stöðlunar á sviði bygginga og mannvirkjagerðar. Helstu áherslusvið í starfsemi þess eru séríslenskir staðlar og innleiðing og aðhæfing evrópskra byggingarstaðla.
     
  • Fagstaðlaráð í fiskimálum (FIF) fylgist með og tekur virkan þátt í alþjóðlegu staðlastarfi um fiskveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi, sem fram fer innan Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO.
  • Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) er vettvangur stöðlunar og samræmingar á sviði upplýsingatækni. Helstu áherslusvið í starfsemi þess eru rafræn viðskipti og öryggismál, og þátttaka í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi á þessum sviðum.
     
  • Rafstaðlaráð (RST) hefur umsjón með stöðlun á sviði raftækni. Aðaláherslan er á að fylgjast með evrópsku og alþjóðlegu staðlastarfi, gæta íslenskra hagsmuna og auðvelda íslenskum hagsmunaaðilum að nota staðla.

Þeir sem vilja taka þátt í starfsemi einhvers fagstaðlaráðanna gerast aðilar að Staðlaráði og velja þátttöku í viðkomandi fagstaðlaráði. Aðildargjald þeirra rennur þá til faglegrar starfsemi þess. Auk fagstaðlaráðanna eru svonefndar fagstjórnir Staðlaráði til ráðgjafar á afmörkuðum sviðum.

Auk fagstaðlaráðanna starfa tvær fagstjórnir á vegum Staðlaráðs. Fagstjórn í gæða- og umhverfismálum og Fagstjórn í véltækni.

Veltu því fyrir þér

Fyrirtæki sem taka þátt í staðlastarfi eiga auðveldara með að laga vörur sínar að kröfum markaða og nýrri tækni.

Stöðlunarstarf eykur samkeppnishæfni fyrirtækja á heimamarkaði jafnt sem alþjóðlegum mörkuðum.

Með virkri þátttöku í staðlastarfi geta fyrirtæki haft áhrif á markaðsþróun.

Í krafti sérþekkingar sinnar geta fyrirtæki stuðlað að nýjungum, unnið sjónarmiðum sínum fylgi og tryggt að staðlar styðji við grundvallarstefnu sína.

Aðilar að Staðlaráði Íslands njóta afsláttarkjara í Staðlabúðinni.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja