Námskeið fyrir þá sem vilja læra að gera innri úttektir á stjórnunarkerfum með hliðsjón af úttektarstaðlinum ISO 19011 eða þurfa að þekkja framgang innri úttekta.
MARKMIÐ námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann.
Á námskeiðinu er byrjað á kynningu á kröfum og viðmiðum sem ligga til grundvallar innri úttekt. Síðan farið yfir grundvallaratriði og skipulag innri úttekta með hliðsjón af staðlinum ISO 19011.
Staðallinn* sem um ræðir er nánar tiltekið:
* Þátttakendur fá rafrænan aðgang að staðlinum meðan á námskeiði stendur og gefst kostur á að kaupa með 20% afslætti eftir námskeiðið.
Dagskrá 24. mars
12:00-12:40 | Hvað er úttekt? - Meginreglur úttekta |
12:40-12:50 | hlé (10 mín) |
12:50-13:30 | Stjórnunarkerfi - Úttektir og markmið |
13:30-13:40 | hlé (10 mín) |
13:40-14:20 | Hæfni og hlutverk úttektarmanna |
14:20-14:30 | hlé (10 mín) |
14:30-15:10 | Úttektarferlið og skipulagning úttekta |
15:10:-15:30 | Kaffihlé (20 mín) |
15:30-16:10 | Úttektarferlið og skipulagning úttekta (framhald) |
16:10-16:20 | hlé (10 mín) |
16:20-16:50 | Spurt og svarað - Lok námskeiðs |
Dagsetning | 24. mars |
Staður: | FJARNÁMSKEIÐ |
Verð: | 47.000 kr. |
Leiðbeinandi: |
Guðmundur Svanberg Pétursson, ráðgjafi |
SKRÁNING HÉR >> |
Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar hjá Hirti Hjartarsyni í síma 520 7150. Sjá öll námskeið >>