Á döfinni

Yfirlit yfir námskeið

 

Með samningi við Endurmenntun Háskóla Íslands á haustmánuðum 2021 hefur EHÍ tekið yfir námskeið um staðla sem áður voru á hendi Staðlaráðs Íslands. Staðlaráð á sæti í fagráði EHÍ og tekur þar þátt í þróun nýrra námskeiða. 

Nánari upplýsingar um framboð námskeiða má finna á vef EHÍ www.endurmenntun.is

Fyrirspurnum um sérstök vinnustaðanámskeið sem Staðlaráð hefur boðið skal beint til Endurmenntunar.

Hafir þú ábendingar um ný námskeið má senda þær á helga@stadlar.is

 

Vorönn 2022

Námskeið um CE merkingar véla

Námskeiðið hentar fyrir framleiðendur, hönnuði, verkfræðinga og innflytjendur véla.

Beiting ÍST 30 í framkvæmd

Námskeiðið nýtist öllum sem koma að því að undirbúa og reka verksamninga sem byggja á ÍST 30 eða ÍST 35 stöðlunum, s.s. verkfræðingum, tæknifræðingum, arkitektum, iðnmeisturum og fulltrúum verkkaupa og verktaka.

Jafnlaunastaðall: V. Launagreining

Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á ISO 31000 og framsetningu hans við áhættustjórnun. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja efla áhættustjórnun í sínum skipulagsheildum, ekki síst hvernig hún tengist inn í þau stjórnkerfi sem eru fyrir. Hentar fyrir t.d. gæðastjóra, áhættu- og/eða öryggisstjóra og aðra stjórnendur sem vilja nýta sér leiðir til að minnka óvissu í rekstri.

ISO 45001 Stjórnkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað

Fyrir þá sem vilja öðlast skilning á ISO 45001 og framsetningu hans við að hafa stjórn á heilbrigði og öryggi á vinnustað. Hentar vel fyrir t.d. gæðastjóra, áhættu- og/eða öryggisstjóra, mannauðsstjóra og aðra stjórnendur sem vilja vita hvernig staðið er að því að tryggja á heildstæðan hátt raunverulegt heilbrigði og öryggi á vinnustað. Það er samvinnuverkefni allra yfirmanna og starfsmanna.

 

Menu
Top