Á döfinni

Engir skráðir tímar fundust.

Yfirlit yfir námskeið

Staðlaráð býður námskeið um notkun staðla, almenn námskeið jafnt og sérnámskeið fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir. Við leggjum metnað okkar í að bjóða námskeið sem hafa skýr námsmarkmið og skila þátttakendum aukinni færni.

Áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000 - FJARNÁMSKEIР- haustönn 2021

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og kunni að beita staðlinum við að koma á ramma fyrir áhættustjórnun og gera áhættumat. – Lögð er áhersla á áhættustjórnun sem hluta stjórnunarkerfis, til dæmis samkvæmt ISO 9001.- Auk þess að fjalla um uppbyggingu og áherslur ISO 31000 og notkun staðalsins við gerð áhættumats er farið yfir tengsl hans við staðalinn ISO 31010. Verkefnavinna unnin með leiðbeinanda. - Leiðbeinandi: Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur.

CE-merking véla - Hvað þarf að gera og hvernig? - FJARNÁMSKEIÐ - haustönn 2021

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. - Leiðbeinendur: Arngrímur Blöndahl hjá Staðlaráði Íslands og Ágúst Ágústsson hjá Vinnueftirliti.

Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001 - Lykilatriði og uppbygging gæðastjórnunarkerfis - FJARNÁMSKEIÐ 24. og 25. febrúar 2021

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki megináherslur og uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis og hvernig stöðlum er beitt til að koma á slíku kerfi. Að þeir þekki kröfurnar í ISO 9001 og hvernig þær eru innleiddar til að koma á vottunarhæfu gæðastjórnunarkerfi. - Þátttakendur vinna verkefni í samvinnu við leiðbeinanda. - Leiðbeinandi: Guðmundur Svanberg. Pétursson, ráðgjafi.

Innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011 - FJARNÁMSKEIÐ 24. mars 2021

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann. - Á námskeiðinu er byrjað á kynningu á kröfum og viðmiðum sem liggja til grundvallar innri úttekt. Síðan er farið yfir grundvallaratriði og skipulag innri úttekta með hliðsjón af staðlinum ISO 19011 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa. - Leiðbeinandi: Guðmundur Svanberg Pétursson, ráðgjafi.

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85 - Lykilatriði og notkun - FJARNÁMSKEIÐ haustönn 2021

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir. - Námskeið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja  innleiðingarferlið. - Farið verður yfir uppbyggingu staðalsins, helstu ferla sem skipulagsheildir þurfa að skilgreina og samverkun þeirra á milli. - Leiðbeinandi: Anna Beta Gísladóttir, verkfræðingur.

Neyðarlýsingarkerfi - Staðlar sem öflug verkfæri - FJARNÁMSKEIÐ 15. apríl 2021

Námskeið fyrir hönnuði brunakerfa, lýsingarhönnuði, raflagnahönnuði, arkitekta, innanhússarkitekta, verkfræðinga, rafvirkja, úttektaraðila og viðhaldsmenn neyðarlýsingarkerfa. - Markmið námskeiðsins er að þáttakendur þekki helstu neyðarlýsingarstaðla og geti notfært sér þá við hönnun, uppsetningu, úttekt og viðhald á neyðarlýsingarkerfum. - Leiðbeinandi: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður og formaður Ljóstæknifélags Íslands..

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001 - FJARNÁMSKEIÐ 10. og 11. febrúar 2021

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir lykilatriðum staðlanna ISO/IEC 27002 og ISO/IEC 27001 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis í fyrirtækjum og stofnunum. - Leiðbeinandi: Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis.

Vernd persónuupplýsinga - Hagnýtar aðferðir samkvæmt ISO/IEC 27701 - FJARNÁMSKEIÐ 5. og 6. maí 2021

Námskeiðið ætlað þeim sem vilja vinna á skipulegan hátt við að uppfylla ákvæði persónuverndarlaga og reglugerðar ESB um persónuvernd, GDPR. - Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir uppbyggingu og samhengi staðalsins ISO/IEC 27701 og beitt honum á hagnýtan hátt við að uppfylla kröfur laga og reglna um vernd persónuupplýsinga. - Leiðbeinandi: Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og sérfræðingur í stjórnun upplýsingaöryggis.

 
Menu
Top