Sannreyningartól fyrir TS 236 Rafrænt reikningaferli

Samræming á rafrænum reikningum byggist á því að aðilar séu að nota sömu útgáfu sannreyningarskráa.

Sannreyningartól á vef Staðlaráðs býður upp á prófun á rafrænum reikningi samkvæmt tækniforskrift TS 236:2018 Rafrænt reikningaferli - Innleiðing á PEPPOL BIS Billing 3.0 og ÍST EN 16931. Tækniforskriftin er gefin út af Staðlaráði Íslands.

Sannreyning á rafrænum reikningi notar sannreyningarskrár (schematrons) sem gefnar eru út af Staðlaráði Íslands. Skrárnar má nota á mismunandi prófunarsíðum eða byggja inn í skeytalausnir og þjónustur.

Sannreyningartól

Dragið XML-skrá sem inniheldur dæmi um rafrænan reikning samkvæmt TS 236 inn á síðuna sem opnast. Tólið birtir villur sem mögulega eru í skjalinu.

Smellið hér >>

 

Athugasemdum varðandi virkni sannreyningartólsins skal koma á framfæri á Github-síðu verkefnisins. Hér >> 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja