Það er staðfest! 14.10.19

Helgu Sigrúnu Harðardóttur framkvæmdastjóra var á föstudag afhent skírteini til staðfestingar því að Staðlaráð Íslands starfrækir gæðastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.

afhending vottunarskirteinis  
Vottað gæðastjórnunarkerfi - Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
og Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Icert
.


Staðlaráð starfar samkvæmt lögum frá Alþingi og eigin starfsreglum. Einnig starfsreglum þeirra evrópsku og alþjóðlegu staðlasamtaka sem Staðlaráð á aðild að fyrir hönd Íslands. Vottað gæða-
stjórnunarkerfi er starfsfólki kærkomið verkfæri og mun klárlega auðvelda því að uppfylla þarfir og væntingar aðila Staðlaráðs og viðskiptavina ásamt skyldum sem fylgja aðild að fjölþjóðlegum staðlasamtökum.

 


Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja