CE merking véla - hvað þarf að gera og hvernig?

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla (skráning, sjá neðar)

Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur.

Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahagssvæðinu, heyri þær undir svokallaðar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur véla að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröfur þeirra. Framleiðendur og innflytjendur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eftir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öllum löndum EFTA og ESB.

Dagskrá fyrri dags - 13. nóvember 2019

CE-merkingin
kl.  

13:00-13:40 

Forsaga - þýðing og mikilvægi CE-merkisins
13:40-14:50  hlé
13:50-14:30 Nýja aðferðin - New Approach
14:30-14:50 Kaffi
14:50-15:30 CE-merkingar - Tengsl tilskipana og staðla
15:30-15:40 hlé
15:40-16:00 Samræmismat
   
16:00-16:30 Samræmisyfirlýsing framleiðanda/ábyrgð innflytjanda - Tæknilýsing
16:30-16:40 Kynning á úthlutun verkefna
16:40 Fyrra degi slitið
   

Dagskrá síðari dags - 14. nóvember 2019

Vélatilskipunin
kl.  

08:30-09:15 

Vélatilskipunin
09:15-09:20  hlé
09:20-10:05 Áhættumatið
10:05-10:25 Kaffi
10:25-11:05 Samræmismatið út frá rg. 1005/2009 - CE-merkið sett á vél
11:05-11:15 hlé
11:15-11:55 Verkefnavinna
11:55-12:40 Kynning á niðurstöðum verkefna
   
12:40 Námskeiði slitið
   
Dagsetning:

13. og 14. nóvember 2019 (skráning, sjá neðar)

Staður: Staðlaráð Íslands, Skúlatúni 2.
Verð: 57.000 kr. Allt innifalið, námsgögn og viðurværi

Hámarksfjöldi þátttakenda:

Leiðbeinendur:

14 manns

Arngrímur Blöndahl tæknifræðingur hjá Staðlaráði og Ágúst Ágústsson tæknifræðingur hjá Vnnueftirlitinu

Auk almennra námskeiða, býður Staðlaráð sérnámskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki. Nánari upplýsingar í síma 520 7150.

Þú getur skráð þig á póstlista og fengið tilkynningu þegar skráning hefst á næsta námskeið. Póstlistinn er hér >> 

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja