Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

09.04.19

STAÐLAR BYGGJA UPP TRAUST

TrustStandards

YFIRLÝSING CEN OG CENELEC VEGNA KOSNINGA TIL EVRÓPUÞINGSINS

Í tilefni kosninga til Evrópuþingsins 23. - 26. maí senda Evrópsku staðlasamtökin CEN og CENELEC frá sér yfirlýsinguna "Staðlar byggja upp traust". Yfirlýsingunni er ætlað að varpa ljósi á hve staðlar eiga ríkan þátt í árangri evrópskra stjórnvalda við að ná fram forgangsmálum sínum.

Staðlaráð Íslands er aðili fyrir Íslands hönd að evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC. Eftirfarandi ...

nánar >>

01.04.19

Morgunverðarfundur 2. apríl: Staðlar. Stjórntækin sem stjórnendur elska

Helga og Arngrimur

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs og Arngrímur Blöndahl ritari BSTR.

Við bjóðum til morgunverðar, þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:30-9:45 hjá Staðlaráði Íslands, Þórunnartúni 2.

Okkur langar að segja ykkur frá því sem við erum að gera og af hverju það skiptir máli fyrir fyrirtæki að nýta staðla við að gera gott betra (eða vont betra!) og hvernig staðlanotkun eykur framleiðni fyrirtækja, eykur landsframleiðslu og bætir gæð...

nánar >>

25.03.19

Áhættustjórnun

Sveinn V. ÓlafssonÁhættustjórnunarstaðallinn ISO 31000 Risk Management - Guidelines inniheldur safn skilgreininga, hugtaka, meginreglna og leiðbeininga fyrir skilvirka áhættustjórnun. Honum má beita fyrir allar tegundir áhættu og í öllum fyrirtækjum. Staðallinn gefur gott yfirlit um ramma og ferli áhættustjórnunar. Innleiðing hans er sniðin að hverju fyrirtæki og þörfum þess. Staðallinn er ekki kröfustaðall heldur hugsaður til að falla að stjórnunarkerfum fyrirtækis sem fyrir eru, eins o...

nánar >>

25.02.19

Alþjóðlegir staðlar um eignastjórnun á íslensku - ISO 55000 og ISO 55001

55001

Þann 20. febrúar síðastliðinn tóku gildi sem íslenskir staðlar tveir alþjóðlegir staðlar um eignastjórnun, sem jafnframt voru þýddir á íslensku. Um er að ræða staðlana ÍST ISO 55001 Eignastjórnun - Stjórnunarkerfi - Kröfur og ÍST ISO 55000 Eignastjórnun - Yfirlit, meginreglur og hugtakanotkun. Hér segir Ásmundur Jónsson frá tilurð þessara alþjóðlegu staðla og tilgangi. - Staðlarnir eru fáanlegir í Staðlabúðinni á vef Staðlaráðs. 

Alþjóðlegi staðallinn ISO 55001 kom út í ársbyrjun 2014. Útgáfan markaði tímamót í h...

nánar >>

16.01.19

Alþjóðlegir staðlar og ævintýraferðir

 Aevintyraferdir


Ævintýraferðir af ýmsu tagi fara vaxandi víða um heim, hvort sem um er að ræða ferðir sem seldar eru af ferðaþjónustufyrirtækjum með hagnað í huga eða ferðir á vegum annarra. Slíkar ferðir fela gjarnan í sér þrautir og áhættu sem liggja fyrir áður en lagt er af stað. Eða ættu að gera það. Að taka ásættanlega áhættu er hluti af skemmtuninni en felur þá líka í sér hættu, eins og gefur að skilja. Til að skemmtunin geti orðið sem best þurfa þeir sem bjóða ævintýraferðir að gera eins miklar öryggisráðstafanir við skipulagningu þeirra og framkvæmd og kost...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja