Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

14.10.19

Það er staðfest!

Helgu Sigrúnu Harðardóttur framkvæmdastjóra var á föstudag afhent skírteini til staðfestingar því að Staðlaráð Íslands starfrækir gæðastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.

afhending vottunarskirteinis  
Vottað gæðastjórnunarkerfi - Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
og Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri Icert
.


Staðlaráð starfar samkvæmt lögum frá Alþ...

nánar >>

31.10.19

CE-merkið og þýðing þess

Á Evrópska efnahagssvæðinu er óheimilt að markaðssetja vörur án CE-merkis heyri þær undir svonefndar nýaðferðartilskipanir. Þetta gildir einnig um íslenskar vörur á íslenskum markaði. Framleiðendur sjálfir bera ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar. Innflytjendur bera ábyrgð á að vörur sem þeir flytja inn beri CE-merki, ef við á.

Jarnsmidur

CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur varðand...

nánar >>

19.09.19

Fjölskylda - Ekki bara ISO 9001

Kjarnastaðlarnir í ISO 9000 staðlaröðinni eru mörgum kunnir, ekki síst kröfustaðallinn sem vottað er eftir, ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur. Færri vita að fjölbreytt flóra stjórnunarkerfisstaðla tengist gæðastjórnun, staðlar sem innihalda verðmætar upplýsingar og leiðbeiningar. Sem dæmi má nefna nokkra, en þeir eru fleiri.

  • ISO 10002 Quality management - Customer satisfaction - Guidelines for complaints handling in organizations 
  • ISO 10005 Quality management - Guidelines for quality plans 
  • ISO 10006 Quality management - Guidelines for quality management in projects 
  • nánar >>

03.09.19

Jafnrétti borgar sig - Jafnlaunastaðallinn ÍST 85

Staðallinn ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar er lögbundinn frá 1. janúar 2018. Síðan hefur fjöldi fyrirtækja og stofnana innleitt staðalinn og yfir 70 skipulagsheildir hafa öðlast vottað jafnlaunakerfi samkvæmt honum. Samhliða er reynsla og þekking fagaðila, ráðgjafa og aðila á vinnumarkaði að byggjast hratt upp og aðferðafræðin við innleiðingu er í stöðugri mótun.

Gæðastjórnun og málefnalegur launamunur

Ísland stendur framarlega í alþjóðlegum samanburði er snýr að jafnrétti kynjanna. Staðreyndin er samt sú að kynbundinn launamunur er til staðar hér á landi, hvort sem litið er á leiðréttan eða óleiðréttan launam...

nánar >>

07.08.19

Hlutanetið - Internet of Things - Ráðstefna 6. september

Erum við tilbúin fyrir IoT?

Innviðir, öryggi og staðlar - Infrastructure, security and standards

Ráðstefna Staðlaráðs Íslands og Háskólans í Reykjavík

Föstudag 6. september 2019 í Háskólanum í Reykjavík

Fuglar a simalinu

Árið 2018 voru um 8,6 milljarðar hluta tengdir internetinu. Árið 2024 er því spáð að þeir verði 22,3 milljarðar. Fjórða iðnbyltingin er runnin upp. Allir hlutir (e. things) verða að lokum tengdir við Netið. Hægt verður að hafa eftirlit með öllum hlutum og fjarstýra breytingum á þeim. Hlutirnir munu mynda samofna heild og raunheimar verða eitt risa...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja