Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

05.06.20

Líffræðileg fjölbreytni – Dagur umhverfisins 2020

Íslendingar hafa haldið upp á  Dag íslenskrar náttúru 16. september frá árinu 2010. Dagurinn er alíslenskur. Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er hins vegar 5. júní og hefur verið við lýði frá árinu 1974. Fjölmargar þjóðir hafa tekið höndum saman og haldið upp á daginn með því að vekja athygli á mikilvægum þáttum í umhverfismálum heimsins. Að þessu sinni er líffræðileg fjölbreytni í brennidepli. Þar koma staðlar við sögu.

World Environment Day

Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO hafa lagt drjúgan skerf til umhverfismála með starfi sínu og tilkynntu í tilefni dagsins stofnun ný...

nánar >>

22.04.20

Kröfur til lækningatækja og persónuhlífa á tímum Covid-19

Hvaða kröfur eru gerðar til persónuhlífa og lækningatækja á tímum Kórónuveirunnar og Covid-19?

 

1. Inngangur
Óheimilt er að markaðssetja persónuhlífar og lækningatæki nema þau samræmist kröfum sem gerðar eru til þeirra. CE-merkið gefur til kynna að framleiðandi vörunnar telur sig hafa framleitt hana í samræmi við þær kröfur. Kröfurnar má uppfylla með því að nota samhæfða staðla.

2. Ferill markaðssetningar
Framleiðandi vöru sem nýaðferðartilskipanir ESB krefjast CE-merkingar á þarf að ganga úr skugga um hvaða kröfur eru gerðar í viðeigandi stöðlum. Nýaðferðartilskipanirnar má m.a. finna nánar >>

03.04.20

Kapphlaup við Covid-19 - Staðlar um öndunarvélar

ISO medical equipment

Heimurinn er í kapphlaupi við Covid-19. Smíði öndunarvéla og annarra lækningatækja er grundvallarariði og engan tíma má missa. Aðlþjóðlegu staðlasamtökin ISO ákváðu þess vegna í gær að veita frjálsan aðgang að stöðlum um öndunarvélar og önnur mikilvæg lækningatæki.

Staðlarnir eru aðgengilegir á vef ISO >>

Áður höfðu evrópsku staðlasamtökin CEN og CENELEC gert staðla aðgengilega vegna Covid-19 í samstarfi við ISO og aðildarfélaga sína á borð við Staðlaráð Íslands.  nánar >>

31.03.20

Samkeppni um hönnun veggspjalds - Alþjóðlegi staðladagurinn 2020

Alþjóðlegi staðladagurinn er 14. október ár hvert. Að þessu sinni verður dagurinn tileinkaður bláa hnettinum okkar undir yfirskriftinni "Staðlar til varnar jarðkúlunni." Yfirskriftin á ensku er: "Protecting the planet with standards".

WSD 2020 samkeppni

Alþjóðleg samkeppni um hönnun veggspjalds - Vertu með

Þrenn alþjóðleg staðlasamtök standa að staðladeginum. Þau haf...

nánar >>

24.03.20

Covid-19 - Krísustjórnun í fyrirtækjum og stofnunum

Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO vilja leggja lið baráttunni við Covid-19. Í því skyni hafa þau boðið tímabundinn gjaldfrían aðgang að fimm viðeigandi alþjóðlegum stöðlum um áættumat og stjórnun fyrirtækja og stofnana á erfiðum tímum.
  • ISO 22301:2019 Security and resilience - Business continuity management systems - Requirements

  • ISO 22395:2018 Security and resilience - Community resilience - Guidelines for supporting vulnerable persons in an emergency

  • ISO 22320:2018 Security and resilience - Emergency management - Guidelines for incident management

  • ISO 22316:2017 Security and resilience - Organi...

    nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja