Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

24.03.20

Covid-19 - Krísustjórnun í fyrirtækjum og stofnunum

Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO vilja leggja lið baráttunni við Covid-19. Í því skyni hafa þau boðið tímabundinn gjaldfrían aðgang að fimm viðeigandi alþjóðlegum stöðlum um áættumat og stjórnun fyrirtækja og stofnana á erfiðum tímum.
  • ISO 22301:2019 Security and resilience - Business continuity management systems - Requirements

  • ISO 22395:2018 Security and resilience - Community resilience - Guidelines for supporting vulnerable persons in an emergency

  • ISO 22320:2018 Security and resilience - Emergency management - Guidelines for incident management

  • ISO 22316:2017 Security and resilience - Organi...

    nánar >>

20.03.20

Covid-19 - Staðlar um persónuhlífar aðgengilegir

Við fordæmalausar aðstæður hefur Staðlaráð Íslands, að ósk Evrópusambandsins, tekið saman staðla sem varða kröfur til persónuhlífa og gert þá aðgengilega án endurgjalds. Stöðlunum er ætlað að auðvelda framleiðendum og innflytjendum að uppfylla grunnkröfur varðandi umhverfi, heilsu og öryggi sem gerðar eru til slíks búnaðar.

Beiðni ESB byggir einkum á því að framleiðendur persónuhlífa í Evrópu eru nú að bæta við vörulínur sínar og framleiðslu til að mæta mikilli þörf. Sama á við um innflytjendur þessa búnaðar, en þeir bera einnig ábyrgð á að búnaður sem þeir bjóða á íslenskum markaði uppfylli grunnkröfur. Grunnkröfurnar er að finna í reglugerð um gerð persónuhlífa nr. 728/2018. Í kröfunum felst meðal annars að persónuhlífar...

nánar >>

08.03.20

Að raungera kvennréttindi - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni: "Ég er jafnréttiskynslóðin: Að raungera rétt kvenna."

Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1977 að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Saga þessa baráttudags er þó mun eldri, en hugmyndin að honum er upphaflega komin frá þýskri kvennréttindakonu að nafni Clara Zetkin. Clara bar upp tillögu um slíkan alþjóðlegan baráttudag á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910. Konur í Austurríki, Danmörku, Sviss og Þýskalandi riðu síðan á vaðið og héldu upp á fyrsta alþjóðlega baráttudaginn 19. mars 1911. Haldið hefur verið upp á daginn á Íslandi frá árinu 1932.

Margt h...

nánar >>

05.02.20

Jafnlaunavottun - Hraðar hendur

nánar >>

Fjölmörg fyrirtæki huga nú að vottuðu jafnlaunakerfi til að uppfylla kröfur laga um jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Um liðin áramót höfðu 134 fyrirtæki og stofnanir orðið sér úti um slíka vottun en fjöldi þeirra hefði átt að vera 269. Margir þurfa því að hafa hraðar hendur.

Við setningu laga um jafnlaunavottun árið 2018 var áætlað að lögin myndu ná til um 1200 fyrirtækja og stofnana. Það þýðir að þau ná til um 80% launafólks í landinu. 

 Flemtri slegin kona

Sameinuðu þjóðirnar (UNESCO) hafa lýst 24. janúar Alþjóðadag menntunar. Að þessu sinni er vakin athygli á að menntun gegnir lykilhlutverki ef tryggja á velferð manna og sjálfbæra þróun. Minnt er á að menntun og nám eru óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur, og ráðandi um hag almennings og það hvernig mannkyninu mun ganga að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun árið 2030.

Verkfæri

Til eru staðlar sem snerta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með ýmsum hætti. Einnig menntun. ...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja