Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

26.02.14

Ný heimasíða Staðlaráðs

Ný heimasíða og Staðlabúð fór í loftið nýlega. Við vonum að hvort tveggja muni fallaI Mac viðskiptavinum okkar í geð. Ekki aðeins er efnisskipanin orðin einfaldari og skýrari, heldur fylgja síðunni nýjungar sem koma viðskiptavinum og aðilum Staðlaráðs að góðu gagni.

Alþjóðlegir staðlar
Sem fyrr verður í Staðlabúðinni hægt að kaupa íslenska og evrópska staðla og frumvörp að íslenskum og evrópskum stöðlum. Ein helsta nýjungin er sú, að hægt verður að finna og kaupa þar alþjóðlega staðla frá ISO og IEC og sækja þá á rafrænu sniði um leið og kaupum lýkur.

Pantanir sem ekki eru afhentar rafrænt eru póstlagðar samdægurs eð...

nánar >>

26.02.14

Upplýsingaöryggi - Ný útgáfa af ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002

Alþjóðastaðlasamtökin (ISO/IEC) gáfu í september út nýja útgáfu af hinum vinsæluMarino G Njalsson upplýsingaöryggisstöðlum ISO/IEC 27001 og ISO/IEC 27002. Óhætt er að segja að breytingarnar eru umtalsverðar.

Ég hef fengið að fylgjast með þróun hinnar nýju útgáfu, bæði sem umsagnaraðili fyrir ISACA í Bandaríkjunum um breytingar á upplýsingaöryggisstöðlum og sem fulltrúi Staðlaráðs Íslands á fundi vinnuhóps ISO um breytinguna. Hafa nokkrar ábendingar mínar ratað inn í hina nýju útgáfu.

Hin nýja útgáfa, ISO/IEC 27001:2013 og ISO/IEC 27002:2013, er fjórða heildstæða útgáfan sem kemur út. Fyrst litu ...

nánar >>

26.02.14

Rafrænn vörulisti - Tækniforskrift fyrir vörulista

Staðlaráð Íslands hefur gefið út tækniforskrift fyrir vörulista, TSGeorg Birgisson 139Georg Birgisson Rafrænn vörulisti. Tækniforskriftin byggir á skilgreiningum CEN/BII verkefnisins (www.cenbii.eu) á ýmsum viðskiptaskjölum og bætist því í hóp annarra íslenskra tækniforskrifa fyrir reikning, kreditreikning og pöntun.

Ein skilgreining fyrir alla notendur
Tækniforskrift fyrir vörulista er ítarleg lýsing á ákveðinni framsetningu vörulista sem nota má til að styðja við pöntun vöru, endursölu vörunnar sem og birgðahald. Í tækniforskriftinni er því lýst hvaða gögn geta verið í vörulistanu...

nánar >>

26.02.14

Rafrænir reikningar - Mikill sparnaður

Í nýlegri frétt á vef fjármálaráðuneytisins segir meðal annars:

"Ætla má að um 500 milljónir geti sparast með notkun rafrænna reikninga hjá ríkinu, en frá og með 1. janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafrænum reikningum. [...]
Árlega berast ríkinu yfr 500 þúsund reikningar og í dag eru hátt í 30% þeirra rafrænir. Reynsla annarra þjóða sýnir að með rafrænum reikningum sparast að minnsta kosti 1.000 krónur fyrir hvern reikning. Mörg fyrirtæki hafa þegar sett sér markmið um að allir reikningar þeirra verði rafrænir og ljóst að atvinnulífið nýtur hagræðis af verkefninu á við ríkið. [...]
Sérstaklega var hugað að hagsmunum lítilla fyrirtækja og einstaklinga. Tryggt hefur verið að slíkir aðilar geti nýtt sér t...

nánar >>

26.02.14

Staðlabúðin - Vaktað Staðlasafn

Ein helsta nýjungin í nýrri vefverslun Staðlaráðs, Staðlabúðinni, er vaktað staðlasafn. Í

Vaktad _Stadlasafn grundvallaratriðum gengur vaktað staðlasafn út á það, að staðlar bætast sjálfvirkt við staðlasafn notanda ("Staðlasafnið þitt") um leið og gengið er frá kaupum í Staðlabúðinni. Notandi fær síðan tilkynningu í tölvupósti þegar breytingar verða sem varða tiltekið skjal eða staðal. Hægt er að afþakka vöktunina.

Notandi ræður ferð
Vöktun staðla er sjálfvirk, en notandi getur hagað vöktun einstakra stað...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja