Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

09.05.14

Jafnlaunastaðallinn – nýtt verkfæri jafnréttisbaráttunnar

19. júní 2012, á íslenska kvenréttindadeginum, var haldinn fjölmennur fundur í Reykjavík þar sem þáverandi velferðarráðherra kynnti nýtt verkfæri í jafnréttisbaráttunni, jafnlaunastaðalinn svokallaða. Jafnlaunastaðallinn, ÍST 85, er nýtt verkfæri í jafnréttisbaráttunni sem hjálpar fyrirtækjum að tryggja það að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Sömu laun fyrir sambærilega vinnu
Árið 1961 samþykkti Alþingi lög sem áttu að tryggja launajafnrétti hér á landi. Frummælendur lagafrumvarpsins voru bjartsýnir um að baráttan yrði snögg. Laun kvenna skyldu hækkuð í þrepum næstu sex árin, og 1967 átti fullu launajafnrétti kynjanna að vera náð. Erfiðara reyndist að útrýma lau...

nánar >>

29.04.14

Aðalfundur Byggingarstaðlaráðs miðvikudag 30. apríl

Fundurinn verður haldinn hjá VERKÍS að Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 12.00.

Stjórn Byggingarstaðlaráðs hvetur fulltrúa til að bjóða með sér gestum sem kynnu að hafa áhuga á starfsemi ráðsins. Varamenn eru einnig velkomnir á fundinn sem gestir.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö erindi á fundinum. 

  • Verkefnasókn til Noregs  -Aðlögun vinnulags að norskum markaði. -  Egill Viðarsson, viðskiptastjóri VERKÍS.
     
  • nánar >>

21.03.14

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni 27. mars 2014

Vorfundur Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT) verður haldinn 27. mars Kl. 08:15 - 10:30

Staðsetning: Grand hótel, Sigtúni 38, Reykjavík - Salur: Háteigur B.

Morgunverðarhlaðborð kl. 08:15. Fundurinn hefst kl. 08:30.

Í upphafi fundar verða haldin tvö erindi:

  • Veistu hver ég er?
    Haraldur Bjarnason, Auðkenni
  • Staðlar og Alþingi
    Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður Pírata

Síðan hefjast almenn vorfundarstörf (aðalfundarstörf). nánar >>

17.03.14

Öryggi barna - Staðlar um gluggatjöld

Rimla og rúllugardínur eru á mörgum heimilum, í skólum, leikskólum og fyrirtækjum. Því miður getur þessi algengi búnaður ógnað öryggi barna. Börn hafa slasast og dáið. Slys hafa t.d. orðið með þeim hætti að börn settu gardínulykkjur um háls sér og hoppuðu síðan niður úr gluggakistum. Eftir að barn lést í Bretlandi af þessum sökum fyrir nokkrum árum, var endurskoðaður staðallinn ÍST EN 13120 Gluggatjöld til nota innanhúss - Nothæfiskröfur, þ.m.t. um öryggi.

ANEC (www.anec.org), sem eru samtök sem gæta hagsmuna neytenda í staðlagerð, þótti ekki nógu langt gengið og þrýstu á um enn frekari aðgerðir. Í framhaldinu birti Evrópusambandið ákvörðun 27. júlí 2011, sem skilgreindi þær öryggiskröfur sem staðall um gardínur þ...

nánar >>

27.02.14

Tækninefnd FUT hlaut EDI-bikarinn

Ragnar Torfason tekur við EDI-bikar Icepro

Aðalfundur ICEPRO var haldinn í vikunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flutti ávarp og afhenti EDI-bikarinn. Bikarinn hlaut, að þessu sinni, Tækninefnd FUT um grunngerð rafrænna viðskipta.

Viðurkenningin er veitt tækninefndinni fyrir vinnu við tækniforskriftir um stöðluð rafræn viðskipti, sem stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í íslensku efnahagslífi.

Ragnar Torfi Jónasson, fráfarandi formaður tækninefndar...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja