Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

02.09.14

Norræn samvinna á sviði stöðlunar

Byggingarstaðlaráð er þátttakandi í norrænu verkefni sem kallast The Nordic region as Standard Maker.

Verkefninu er skipt upp í þrjú undirverkefni:

  • Vistvænar endurbætur bygginga / Sustainable renovation of existing buildings 
  • Innivist bygginga og stöðlun á valkvæðri flokkun / Indoor Climate & voluntary classification standards
  • Evrópureglur í nánustu framtíð um byggingarvörur og yfirlýsingu byggingarvara / Future EU regulation on product and building declarations

Starfandi eru norrænir vinnuhópar um hvert verkefni. Þeir sem ...

nánar >>

04.08.14

ISO/DIS 14001 til umsagnar

Fram til 4. nóvember 2014 gefst færi á að koma með efnislegar athugasemdir við frumvarpið ISO/DIS 14001. Athugasemdir sem berast verða teknar fyrir áður en lokafrumvarp staðalsins (FDIS) verður gefið út í lok árs 2015. Áhugasamir geta keypt frumvarpið hjá Staðlaráði og skilað inn athugasemdum með tölvupósti til Arngríms Blöndahl.

Hægt er að panta ISO/DIS 14001 með því að senda tölvupóst á sala@stadlar.is. Verð frumvarpsins er 9.217 kr.

nánar >>

10.06.14

ISO/DIS 9001 til umsagnar

Fram til 9. ágúst 2014 gefst færi á að koma með efnislegar athugasemdir við frumvarpið ISO/DIS 9001. Áætlað er að nýr staðall komi út í lok árs 2015. Áhugasamir geta keypt frumvarpið hjá Staðlaráði og skilað inn athugasemdum með tölvupósti til Arngríms Blöndahl.

Hægt er að panta ISO/DIS 9001 með því að senda tölvupóst á sala@stadlar.is. Verð frumvarpsins er 9.217 kr.

 

nánar >>

26.05.14

Afraksturinn af orkustjórnunarverkefni aðgengilegur fyrirtækjum

Í nóvember 2011 hófst á vegum Staðlaráðs Íslands verkefni um orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, styrkt af Norræna nýsköpunarsjóðnum (NICE). Að verkefninu komu einnig staðlastofnanir í Noregi og Danmörku.

Ætlunin var að þróa hagnýt verkfæri í samvinnu við einstök fyrirtæki til að ná fram orkusparnaði með orkustjórnun. Fyrirtækin tóku þátt í vinnuhópi þar sem þau fengu ráðgjöf og fræðslu. Afrakstur verkefnisins liggur nú fyrir, þannig að reynsla þeirra sem tóku þátt í því getur nýst öðrum fyrirtækjum.

Afraksturinn í bæklingi og verkfærum

Bæklingurinn er fáanlegur á pappír hjá Staðlaráði. Vinsamlega hafið samband við Sigurð Sigurðarson í síma 520 7150 eða með tölvupósti,&nb...

nánar >>

22.05.14

Nýsköpunartorg 23. og 24. maí

Nýsköpunartorgið verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Fjögur spennandi erindi frá Staðlaráði

Á vegum Staðlaráðs Íslands verða flutt fjögur erindi.

Föstudagur 23. maí: 

  • kl. 10:10 CE-merking - fjallað um CE-merkið og þýðingu þess fyrir framleiðendur vöru.
     
  • nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja