Nýjustu fréttir

Rafrænt fréttabréf Staðlaráðs hefur verið sameinað rafrænni útgáfu Staðlamála. 

Staðlamál - fréttabréf Staðlaráðs verður framvegis gefið út á rafrænu sniði. Útgáfu þess á pappír hefur verið hætt.

Þeim sem vilja fylgjast með framboði á námskeiðum og því helsta í staðlaheiminum hér heima og erlendis er bent á að gerast áskrifendur að Staðlamálum. 

ÓSKA EFTIR ÁSKRIFT >>

Sjá síðustu Staðlamál >>

 

16.09.20

Staðlar létta þér lífið án þess þú verðir þess var

osynilegir stadlar

Klukkan er sjö að morgni. Þú kveikir ljósið og stendur á flísalögðu baðherbergisgólfinu, lætur vatnið renna og skolar stírurnar úr augunum. Því næst kreistir þú tannkremstúpuna, burstar tennur og skolar munninn. Vaskurinn tekur við skolvatninu og skilar því í fráveitukerfið og út í sjó. - Klukkan er þrjár mínútur yfir sjö. Á þessum þremur mínútum hefur þú komist í kynni við fleiri staðla en þig grunar. Án þess að taka hið minnsta eftir því, en þannig á það einmitt að vera. Staðlar létta þér lífið án þess að þú verðir þess var.
...

nánar >>

16.09.20

Ávinningur af rafrænum reikningum stendur öllum til boða

Forsendur fyrir meiri sjálfvirkni hafa skapast og Ísland hefur nú tækifæri á að skipa sér í fremstu röð á sviði rafrænna viðskipta. 

Reikningur er grunnskjal í viðskiptum og forsenda fyrir tekjum. Rafrænn reikningur er skjal á stafrænu sniði sem seljandi sendir kaupanda. PDF-skjal í tölvupósti má kalla rafrænt en nýtir hvorki helstu kosti né hagræði af rafrænum viðskiptum því kaupandinn getur ekki nýtt upplýsingarnar nema að meðhöndla þær handvirkt.

Markus Gudmundssson

Markús Guðmundsson,...

nánar >>

07.08.20

Að takast á og lifa við COVID-19

 

Stjórnvöld og ferðaiðnaðurinn á Íslandi ættu að líta til fordæmis Spánverja. Þar í landi tóku staðlasamtökin UNE höndum saman við heilbrigðisyfirvöld og þá sem hafa hagsmuna að gæta í ferðaþjónustu og gáfu út röð stöðlunarskjala sem innihalda leiðbeiningar og forskriftir fyrir ráðstafanir gegn COVID-19. Leiðbeiningarnar voru settar saman á methraða og hafa verið gerðar aðgengilegar án endurgjalds.

Gagnast öllu samfélaginu
Ferðaiðnaður spannar vítt svið og snertir margar atvinnugreinar. Stöðlunarskjölin endurspegla þessa fjölbreytni og eru gefin út í mörgum hlutum. Grunnheiti raðarinnar e...

nánar >>

08.07.20

ISO 19011 – Verkfæri fyrir margskonar úttektir

Staðallinn ISO 19011 Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa er handhægt verkfæri sem gerir stjórnendum kleift að taka út og meta á skipulagðan hátt afmörkuð verkferli og stjórnunarkerfi fyrirtækis eða stofnunar í heild. Staðallinn tilgreinir allt sem þarf til að meta árangur tiltekins stjórnunarkerfis og hvernig það uppfyllir settar kröfur.

ISO 19011

Innri úttektir á stjórnunarkerfum eða einstökum verkferlum innan þeirra gefa ekki aðeins skýra mynd af því hvort og hvernig þau skila því sem til er ætlast. Úttektarferlið leiðir e...

nánar >>

16.07.20

Sjálfbærari sveitarfélög - Verkfæri ásamt leiðbeiningum

Fátt er meira rætt en sjálfbærni og sjálfbær samfélög. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru þar undir og öll ríki heims verða að leggjast á eitt til að þeim verði náð. Þannig lítur málið út þegar horft er vítt yfir sviðið en úrlausnarefnin eru rétt við höndina og mörg þau veigamestu í verkahring bæja, borga og sveitarfélaga. Hinar brennandi spurningar á þeim vettvangi eru þessar: Hvað eigum við að gera og hvernig er best að standa að verki?

ISO 37101

Heildstætt og skilvirkt stjórnunarkerfi

Alþjóðlegi staðallinn ISO 37101 útskýrir ekki einungis...

nánar >>

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja