Tækninefnd um vinnustaðaskírteini

Meginhlutverk tækninefndar um vinnustaðaskírteini verður að þróa og móta staðal um vinnustaðaskírteini, samkvæmt samkomulagi SA og ASÍ um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum frá 14. júní, 2010, með síðari breytingum.

Jafnframt verður tekið mið af því starfi sem á sér stað hjá evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum eftir því sem við á. Starfstími nefndarinnar er ótímabundinn, en hún setur sér nánari markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.   
Tækninefndin er öllum þeim opin sem hafa hagsmuna að gæta á starfssviði nefndarinnar og eru reiðubúnir til að leggja fram þá vinnu, aðstöðu og/eða fjármagn sem þarf til að standa undir starfi nefndarinnar. Helstu hagsmunaðilum er sent þetta fundarboð, en til þeirra teljast hugbúnaðarfyrirtæki, prentsmiðjur,  verslunar- og veitingafyrirtæki,  þjónustuaðilar,  samtök í atvinnulífi og opinberir aðilar.

Frumvarp að staðlinum var auglýst til umsagnar 12. júní 2012. ÍST 132 Vinnustaðaskírteini tók síðan gildi sem íslenskur staðall í september 2012.

Formaður tækninefndar: 
Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Samiðnar.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson  hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja