Tækninefnd um vefþjónustu banka og sparisjóða

Tækninefndin hefur verið sameinuð Tækninefnd um fjármálaþjónustu sem mun sjá um hennar verkefni framvegins.

Hlutverk tækninefndar um sambankaskema var að þróa og móta tækniforskriftir og staðla fyrir opið og staðlað umhverfi vefþjónustu banka og sparisjóða á Íslandi. Vinnan byggir á núverandi sambankaskema og þeim skilgreiningum sem til eru um það. Jafnframt er tekið mið af því starfi sem á sér stað hjá evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum sem og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Starfstími tækninefndarinnar er ótímabundinn, en hún setur sér nánari markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.

Tækninefndin vann að þróun sambankaskemans og nýrrar vefþjónustu banka og sparisjóða í víðtæku samstarfi banka, sparisjóða, innheimtufyrirtækja, lausnaraðila, opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila.

Tækninefndin útbjó eftirfarandi tækniforskriftir sem gefnar voru út af Staðlaráði Íslands 2013. 

  • TS 160 Gengi
  • TS 161 Greiðslur
  • TS 162 Innheimtukröfur
  • TS 163 Milliinnheimta
  • TS 164 Yfirlit bankareikninga
  • TS 165 Rafræn skjöl
  • TS 166 Tæknilegar upplýsingar og villuboð

Tækniforskriftunum er dreift rafrænt og endurgjaldslaust til notenda. Hægt er að sækja þær hér: Rafrænar tækniforskriftir 

Formaður tækninefndarinnar:
Hermann Þ. Snorrason, Landsbankanum.

Faglegur ritari:
Kristinn Stefánsson, Arion banki

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja