Tækninefnd um upplýsingaöryggi

Tækninefnd um upplýsingaöryggi var stofnuð 19. september 2012.

Meginhlutverk tækninefndarinnar verður að stuðla að að öruggri og ábyrgri gerð, meðferð og  nýtingu upplýsinga í nútímasamfélagi og aukinni notkun stöðlunar á þessu sviði. Einnig að fylgjast með starfi ISO/IEC JTC1/SC27 tækninefndarinnar og tengdra nefnda að því marki sem að hagsmunaaðilar telja nauðsynlegt hverju sinni. Auk þess að kynna, staðfesta og innleiða staðla á þessu sviði eftir því sem við á.

Tækninefndin er þeim opin sem hafa hagsmuna að gæta á starfssviði nefndarinnar og eru reiðubúnir til að leggja fram þá vinnu, aðstöðu og/eða fjármagn sem þarf til að standa undir starfi nefndarinnar.

Formaður tækninefndar:
Ólafur R. Rafnsson, Formenn ehf.

Nánari upplýsingar veitir  Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja